Viðar Engilbertsson til liðs við SFS

29. janúar 2018

Viðar Engilbertsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings í markaðsmálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Viðar er með meistaragráðu í sjávarlíffræði og er að ljúka meistaranámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands. Hann mun sinna markaðsmálum fyrir hönd samtakanna með áherslu á að kynna íslenskar sjávarafurðir erlendis. Áður starfaði Viðar við markaðsmál hjá Skaginn 3X, þar áður sem markaðsráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu LarsEn Energy Branding. Á námsárum sínum 2010-2014 var hann sumarstarfsmaður hjá Hafrannsóknarstofnun og er því ágætlega kunnugur íslenskum sjávarútvegi.