Íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í umhverfismálum

3. mars 2017

Þann 2. febrúar birtist úttekt í Morgunblaðinu um þann árangur sem náðst hefur í að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda í íslenskum sjávarútvegi. Hallveig Ólafsdóttir hagfræðingur hjá SFS fór yfir málið með blaðamanni Morgunblaðsins. Olíunotkun í sjávarútvegi hefur verið á hraðri niðurleið. Fullkomnari skip og betra skipulag á veiðum hafa haft sittsegja. Búið er að rafvæða fiskmjölsframleiðslu að stórum hluta en framboð á raforku skapar flöskuháls.

Skattlagning með uppboði aflaheimilda

Færeyingar vinna að því að ná sambærilegum árangri og Íslendingar hafa náð
27. október 2016

Í aðdraganda alþingiskosninga hefur nokkuð verið rætt um uppboð aflaheimilda. Þeir sem fylgjandi eru slíkum tilraunum hafa talið að með þeirri leið megi innheimta frekari rentu af auðlindum sjávar. Um þetta má hafa efasemdir. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, fjallar um málið og horfir til reynslu annarra þjóða. 

Sjáv­ar­út­vegur er mik­il­væg­asta at­vinnu­grein lands­ins

Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi
23. ágúst 2016

„Aflaverðmæti íslenskra skipa hefur tvöfaldast á sambærilegu verðlagi síðustu rúm 30 árin. Þetta er góður árangur og sýnir að aðgæsla hefur verið sýnd við veiðarnar og ráðgjöf fiskifræðinga verið fylgt í meginatriðum, auk þess sem betri skipulagning við veiðar og vinnslu skilar sér í meiri verðmætum,“ seg­ir dr. Ágúst Ein­ars­son, pró­fess­or og höfund­ur bók­ar­inn­ar Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur í alþjóðlegu sam­hengi, sem nýlega kom út. 

Sveiflur í veiðigjöldum

28. júlí 2016

Veiðigjald fiskveiðiársins 2016/17 liggur nú fyrir og ljóst er að gjaldstofn til veiðigjalda lækkar á milli ára vegna samdráttar í hagnaði. Um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða, enda lækkunin 47% í afkomu fiskveiða á milli ára. En hvernig getur staðið á því að á sama tíma og fregnir berast af góðir afkomu útgerðarinnar skuli veiðigjöld lækka vegna samdráttar í hagnaði?“ Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS, fer yfir málin.  

Aflaheimildir til eins fyrirtækis í Færeyjum

27. júlí 2016

„Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum.“ Þetta fara þær Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur SFS, og Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS, grein í Fréttblaðinu.

Alþjóðlega ráðstefna um eldsneyti og vélar í bílum og skipum

18. febrúar 2016

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 23. febrúar n.k. í Gullteigi á Grand Hotel, Reykjavík. Aðgangur er öllum opin. Boðið verður upp á kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Fyrirlesarar eru helstu alþjóðlegu sérfræðinga. Efni ráðstefnunnar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverfisvænni lausnum í samgöngum og í sjávarútvegi og verður þar varpað nýju ljósi á ögranir og möguleika á þessu sviði. 

Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi aukast samhliða aukinni arðsemi í greininni

Veiðigjöld hækka milli ára
8. desember 2015

Opinber gjöld sjávarútvegsfélaga, með aflagjöldum, námu um 25 milljörðum króna árið 2014. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, segir gleðilegt að starfa fyrir öfluga atvinnugrein sem leggur jafn mikið til samfélagsins og telja eðlilegt að mikil umræða sé um jafn mikilvægan atvinnuveg. „En til að slík umræða skili gagni þurfi hún að vera byggð á grundvelli réttra upplýsinga.“

Síldarvinnslan er Menntasproti atvinnulífsins 2015

20. febrúar 2015

Menntasproti ársins 2015 er Síldarvinnslan, eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en fyrirtækið var stofnað árið 1957 í Neskaupstað. Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla þar sem 14 ára grunnskólanemum var gefinn kostur á að fræðast um fiskveiðar og -vinnslu yfir sumartímann á launum. Ástæðan var sú að kynslóð ungmenna var að alast upp á Neskaupstað án þess að fá nægilega fræðslu um sjávarútveg og mikilvægi hans og úr því vildi Síldarvinnslan bæta. Samskipti myndu efla samfélagsvitund, bæði fengju börnin aukinn skilning á atvinnulífinu og starfsmenn fyrirtækja fengju innsýn í heim ungmennanna á svæðinu.