Uppbygging HB Granda á Vopnafirði

Að skapa stöðug störf
24. október 2016

Á Vopnafirði ríkir bjartsýni og þar fjölgar ungu fólki. Skýringuna má rekja til þess að þar hefur HB Grandi unnið að uppbyggingu bolfisksvinnslu og með henni má skapa stöðugri störf samhliða vinnslu á uppsjávarfiski sem eru öllu dyntóttari og skapar árstíðabundnari vinnu. Fulltrúar skrifstofu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi litu við þar um daginn, ræddu við fólk á staðnum og könnuðu áform stjórnenda HB Granda á staðnum.