Uppboðsleiðin

Verkalýðsleiðtogar, bæjarstjóri og sjómaður lýsa yfir áhyggjum
12. október 2016

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands, Öldunnar stéttarfélags, Verkalýðsfélags Snæfellinga og Verkalýðsfélags Vestfjarða lýsa yfir áhyggjum vegna hugmynda um uppboðsleið í sjávarútvegi. Frekari upplýsingar má sjá á myndbandinu hér að ofan.

Áður hafa fulltrúar samtaka sjómanna og skipstjórnenda lagst alfarið gegn hugmyndum um uppboð aflaheimilda og telja þá leið vega að starfsöryggi sjómanna og hagsmunum þjóðarinnar. Þessi sjónarmið komu meðal annars fram í viðtali við Árna Bjarnason, forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins, og Valmund Valmundsson, formann Sjómannasambands Íslands, fyrir skömmu sem lesa má um hér.