Umhverfisdagur atvinnulífsins

30. september 2015

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána kl. 8.30-10 eða á allan daginn en þá verður jafnframt að velja eina málstofu.

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi.

Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, fjallar um ábyrga nýtingu auðlinda og hagsmuni atvinnulífsins, Kristín Vala Matthíasdóttir, efnaverkfræðingur ræðir um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og rithöfundur fjallar um þorskinn, pólitíkina, söguna og vísindin síðustu 40 árin.

Skráning og nánari upplýsingar

Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Hægt er að senda inn tilnefningar á sa@sa.is til 9. september. Sjá nánari upplýsingar um verðlaunin.

Fundarstjóri er Sigurborg Arnarsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Össuri.

Fjölbreyttar málstofur
Seinni hlutinn þ.e. frá kl 10.15-12 verður helgaður málstofum aðildarsamtaka SA þar sem boðið verður upp metnaðarfulla dagskrá sem sjá má hér að neðan.

Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána kl. 8.30-10 eða á allan daginn en þá verður jafnframt að velja eina málstofu.