Strandminjar í hættu - lífróður

18. apríl 2015

Áhugafólk um minjar í hættu og Minjastofun Íslands boða til ráðstefnu um málefni minja sem eru í hættu vegna ágangs sjávar.
Ráðstefnan ber heitið: Strandminjar í hættu - lífróður og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera til að takast á við þróunina.
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs. Þær minjar sem ekki síst eru í hættu eru minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn ómetnalegra menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:
13:00 - 13:10 Opnun ráðstefnunnar
13:10 - 13:35 Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur: „Sjór nemur land: eyðing fornleifa við sjávarsíðuna“
13:35 - 14:00 Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra: „Eyðing strandminja: hver er staðan og hvað er til ráða?“
14:00 - 14:10 Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur: „Verstöðvar og verskálaminjar á Austfjörðum“
14:10 - 14:20 Egill Ibsen: „Kaldur veruleikinn í myndum“
Hlé
14:45 - 15:20 Tom Dawson, fornleifafræðingur og framkvæmdastjóri SCAPE í Skotlandi: „The Scotland’s Coastal Heritage at Risk Project“
15:20 - 16:30 Eyþór Eðvarðsson: "Látum hendur standa fram úr ermum" og umræður

Ráðstefnan verður haldin í salnum Kötlu á Hótel Sögu laugardaginn 18. apríl kl. 13:00-16:30.

Allir velkomnir og hvetjum við sem flesta til þess að koma og fræðast um alvarlega stöðu strandminja á Íslandi.

Ráðstefnan er með viðburð á Facebook: https://www.facebook.com/events/457329027751824/

Ráðstefnuhaldarar vilja svo að lokum leyfa eftirfarandi myndbandi að fljóta með: https://www.youtube.com/watch?v=MmSebe2SUp0&feature=youtu.be