Sjávarútvegssýningin í Boston

6. mars 2016

Sameiginlegir hagsmunir íslenskra útflytjenda sjávarafurða verða kynntir á sýningunni undir merkjum Iceland Responsible Fisheries auk þess sem einstök fyrirtæki kynna afurðir sínar, búnað og tæknilausnir og þjónustu við sjávarútveg á þjóðarbás sem Íslandsstofa setur upp.

Seafood Expo North America og Seafood Processing North America fara fram dagana 6.- 8.  mars 2016. Þetta eru stærstu sýningar sinnar tegundar í Norður Ameríku og hafa þær verið í töluverðri sókn undanfarin ár. Gestir eru um 20.000 frá um 100 löndum.

Sameiginlegir hagsmunir íslenskra útflytjenda sjávarafurða verða kynntir á sýningunni undir merkjum Iceland Responsible Fisheries auk þess sem einstök fyrirtæki kynna afurðir sínar, búnað og tæknilausnir og þjónustu við sjávarútveg á þjóðarbás sem Íslandsstofa setur upp.

Fleiri upplýsingar má nálgast á vefsíðu Seafood Expo http://www.seafoodexpo.com/north-america/

Mynd í Banner eftir Werner Kunz