POLSHIFTS ráðstefnan í húskynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. april 2015

14. apríl 2015

Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga? 

Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga? 


Markmið POLSHIFTS ráðstefnunnar er fá saman vísindamenn og hagsmunaaðila til að ræða um hugsanleg áhrif sem loftslagsbreytingar gætu haft á dreifingu uppsjávarfiskistofna í Norður Atlantshafi. 
Auglýst er eftir erindum með efnistök tengd veiðum (svo sem breyttan aðgang og kostnað að fiskimiðum og aðlögun fiskiflota af breyttri dreifingu fiskistofna) eða líffræði og vistfræði uppsjávarfiskistofna (svo sem breytingar á lífsögu, dreifingu á fæðu- og hrygningartíma, stofnerfðafræði og vistkerfi hafsvæða) sem mögulega má tengja loftslagsbreytingum fiskistofna. 

Þeir sem óska eftir að flytja erindi á ráðstefnunni eða sýna veggspjald skulu senda inn eins blaðsíðna ágrip af erindinu, með upplýsingum um höfund, starf, tölvupóstfang og hámark 10 lykilorð, á vefsíðu ráðstefnunnar fyrir 31. janúar 2015.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna eru að finna á slóðinni:http://polshifts.neowordpress.fr

Með því að ýta hér má finna punkta um ráðstefnuna 

Mynd eftir NOAA's National Ocean Service