Málstofa í Listaháskóla Íslands um samspil atvinnulífs og umhverfis

10. febrúar 2015

Þriðjudaginn 10. febrúar býður Listaháskóli Íslands til málstofu um arkitektúr, iðnað og umhverfi í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11, fyrirlestrasal A.

Hingað til lands er væntanlegur hópur prófessora og nemenda í arkitektúr sem hafa undanfarið misseri rannsakað Ísland með áherslu á þá að skoða þær breyttu aðstæður í umhverfi og iðnaði sem einkenna samtíma okkar. Skýrsla þeirra ber heitið Industrial Landscape: A Territorial Constitituion for Iceland. Á vorönn munu þau vinna úr þessum upplýsingum vinna verkefni þessu tengd. Fyrir hópnum fer Harry Gugger arkitekt og prófessor í Lausanne EPFL en verkið er unnið undir LABA, rannsóknarstofu í Basel.

Á málstofunni verður samspil arkitektúrs, umhverfis og iðnaðar skoðað út frá ýmsum sjónarhornum. Á vefsíðu Listaháskóla Íslands eru arkitektar, hönnuðir og annað áhugasamt fagfólk hvatt til að mæta en boðið verður upp á hádegisverð og einnig léttar veitingar og spjall að málstofu lokinni.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með að senda póst á hallgerdur@lhi.is en þátttaka er ókeypis.

Málstofan fer öll fram á ensku.

Nánari upplýsingar um viðburðin má finna á síðu Listaháskóla Íslands. 

Dagskrá

10:00
Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskólans býður gesti velkomna og opnar dagskrá

 
Kynning á Laba – Prófessor Harry Gugger

 
Laba_ A Constitution for Iceland – Prófessor Harry Gugger

 
Íslenskur sjávarútvegur – Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

 
Ferðamennska - Edward H. Huijbens prófessor og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála á Íslandi

12:00
Léttur hádegisverður

 
Vatnavinir - Sigrún Birgisdottir, arkitekt og deildarforseti Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands Aðflutt landslag – Pétur Thomsen ljósmyndari 
Orka – Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar 
Landslag og fagurfræðileg gildi – Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, kennari við Listaháskóla Íslanda og umhverfisheimspekingur 
Pallborðsumræður16:30
Fordrykur18:00
Málstofulok