Málstofa Hafrannsóknastofnunar - fimmtudaginn 4. desember.

Ingvi
12. apríl 2014

Höskuldur Björnsson, sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun flytur erindi sem nefnist Framþróun í fiskmerkingum

Undanfarna áratugi hefur orðið mikil framþróun í fiskmerkjum.  Í dag er hægt að fá  fiskmerki sem geta mælt dýpi, hitastig, seltu, birtu , stefnu, halla og etv. fleiri stærðir.  Út frá mælingum má síðan oft áætla staðsetningu fisksins, t.d. með tímasetningu sjávarfalla hjá botnlægum tegundum. Helsti gallinn við hefðbundinn mælimerki er að þurfa að endurheimta fiskinn, krafa sem útilokar merkingar á fiski með mjög lágt veiðiálag eins og karfa og smáþorski.  Til að komast framhjá þessu vandamáli hafa svokölluð hljóðbylgjumerki verið þróuð.  Það eru merki sem senda frá sér hljóðbylgjur með upplýsingum um númer merkisins.  Til að nema þessar hljóðbylgjur þarf síðan net af hljóðbylgjunemum sem eru festir við baujur.  Við Ísland hafa tilraunir með hljóðbylgjumerki verið gerðar með steinbít og ýsu í Hvalfirði og hrygningarþorsk í Kollafirði. 

Erindið verður flutt kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.

Verið velkomin