Hádegisfyrirlestur: Sameiginleg markaðssamskipti fyrir íslenskar sjávarafurðir?

29. janúar 2015

Í krafti gæða og stöðuleika í framboði hafa íslensk framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki sjávarafurða hingað til yfirleitt fengið besta verðið á erlendum mörkuðum. Ýmsar kannanir sýna hins vegar að íslenskur fiskur stendur höllum fæti í huga neytenda og verðbilið milli Íslands og annarra fiskveiðiþjóða fer minnkandi. Hver er rót vandans?

Friðrik Eysteinsson, rekstrarhagfræðingu verður með hádegisfyrirlestur undir yfirskriftinni „Sameiginleg markaðssamskipti fyrir íslenskar sjávarafurðir?“ þann 29. janúar nk. á milli kl. 12 og 13.

Í krafti gæða og stöðuleika í framboði hafa íslensk framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki sjávarafurða hingað til yfirleitt fengið besta verðið á erlendum mörkuðum. Ýmsar kannanir sýna hins vegar að íslenskur fiskur stendur höllum fæti í huga neytenda og verðbilið milli Íslands og annarra fiskveiðiþjóða fer minnkandi. Hver er rót vandans?

Í framhaldi af umfjöllun um ofangreint mun Friðrik velta upp eftirfarandi spurningum:

1. Hvaða misskilnings gætir varðandi sameiginleg markaðssamskipti fyrir íslenskar sjávarafurðir?
2. Ætti að taka þau upp?
3. Hvernig ætti að fjármagna þau?
4. Hver ætti að sjá um framkvæmd þeirra?
5. Hver ættu að vera næstu skref?

Fyrirlesturinn er ætlaður æðstu stjórnendum fyrirtækja í sjávarútvegi og öðrum forsvarsmönnum hagsmunaaðila. Hann verður haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fundarsal E.

Boðið verður upp á súpu og brauð og sætafjöldi er takmarkaður.

Aðgangseyrir er kr. 5.990 og greiðist við innganginn.