Gjaldeyrismál: Hvað er í vændum og hvernig má bregðast við?

19. nóvember 2015

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða félagsmönnum SFS upp á hádegisverðarfund í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í salnum Kviku á 1. hæð, næsta fimmtudag, 19. nóvember frá kl. 12 til 13 þar sem ætlunin er að skyggnast inn í framtíðina og fara yfir strauma og stefnur í gjaldeyrismálum. 

Félagsmönnum SFS gefst því kostur á að hlýða á og spyrja sérfræðinga um málefnið yfir léttum hádegisverði.

Fyrirlesarar verða: 
Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans - Gengi krónunnar
Stefnir Kristjánsson, sérfræðingur í gjaldeyrismiðlun Landsbankans - Erlendar myntir og gjaldeyrisvarnir
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins - Efnahagshorfur 

Allir félagsmenn samtakanna eru velkomnir en gott væri ef þið gætuð tilkynnt komu ykkar fyrir miðvikudag. 

Kveðja, 
Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri SFS og Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFSwww.sfs.is