AVS Rannsóknarsjóður

12. janúar 2014

Umsóknafrestur varðandi rannsóknaverkefni verður 1. desember  2014 og hefur verið  auglýstur.

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókn- og þróunararverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Skammstöfunin AVS er einmitt til kominn af orðunum "Aukið Verðmæti Sjávarfangs". Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis.

Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Byggðastofnun var um áramótin 2013/2014 falin umsýsla með sjóðnum. Í stað stjórnar, sem áður var, var sett á stofn úthlutunarnefnd, sem forgangsraðar umsóknum og gerir tillögur um styrki til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Í úthlutunarnefnd eru Lárus Ægir Guðmundsson formaður, Arndís Ármann Steinþórsdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir. 

Næsti umsóknafrestur varðandi rannsóknaverkefni verður 1. desember  2014 og hefur verið  auglýstur.

Opið er fyrir umsóknir í forvekrefni eða smáverkefni allt árið og umsóknir afgreiddar eftir því sem fjárhagssaða sjóðsins leyfir.
Enskt heiti sjóðsins: AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries and Agriculture in Iceland