Árangur og ábyrg fyrirtæki

29. janúar 2015

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Samtök atvinnulífsins standa fyrir ráðstefnu í Hörpu fimmtudaginn 29. janúar undir yfirskriftinni „Árangur og ábyrg fyrirtæki“. Ráðstefnan stendur frá kl. 8.30 -12.00 og fer fram í Silfurbergi.

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Samtök atvinnulífsins standa fyrir ráðstefnu í Hörpu fimmtudaginn 29. janúar  undir yfirskriftinni „Árangur og ábyrg fyrirtæki“. Ráðstefnan stendur frá kl. 8.30 -12.00 og fer fram í Silfurbergi.

Tengsla- og markaðstorg á sviði samfélagsábyrgðar verður opið á meðan ráðstefnunni stendur Þar verður m.a. hægt að kynna sér hvaða þjónusta og ráðgjöf stendur fyrirtækjum til boða á sviði samfélagsábyrgðar.


8.30 - 10.00   Fyrri hluti: Stjórnendur fyrirtækja lýsa ávinningi og áskorunum við að innleiða ábyrga starfshætti.

Stutt opnunarávörp

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur

Sigurborg Arnarsdóttir, stjórnarformaður Festu

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA

Lykilspurningar:

  • Hvers vegna að innleiða stefnu um samfélagsábyrgð?
  • Hverju getur samfélagsábyrgð skilað fyrirtækinu?
  • Hverjar eru helstu áskoranirnar sem þitt fyrirtæki stendur frammi fyrir þegar kemur að samfélagsábyrgð?

 

10.00 - 10.30   Kaffi og markaðstorg


10.30 - 12.00   Seinni hluti: Að innleiða ábyrga starfshætti - fjögur hagnýt erindi


Fyrstu skrefin - hvernig er best að byrja og hvar á samfélagsábyrgð heima í skipulagi fyrirtækja?
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Expectus Software og stjórnunarráðgjafi.

Að virkja starfsmenn við að innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtækinu
Þórdís Jóna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stefnumótunar og mannauðs hjá Capacent

Að mæla og miðla: Óvæntur árangur af samfélagsábyrgð
Hulda Steingrímsdóttir ráðgjafi hjá Alta 

Samfélagsábyrgð frá alþjóðlegu sjónarhorni
Hildur Hauksdóttir, einn af stofnendum RoadMap, verkfræðingur, MBA og sérfræðingur í samfélagsábyrgð. 

Þátttökugjald er kr. 7.500 fyrir félagsmenn SA og Festu.

Skráning er á vef Festu

Nánari upplýsingar um efni síðari hluta ráðstefnunnar má nálgast á vef Festu.


Dæmi um samfélagsábyrgð í fyrirtækjum

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda

Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra

Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lín Design