30
sep.
30. september 2015

Umhverfisdagur atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA. Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána kl. 8.30-10 eða á allan daginn en þá verður jafnframt að velja eina málstofu.

13
jan.
13. janúar 2015

Eru aukin tækifæri fyrir íslenskar sjávarafurðir í Bandaríkjunum?

Frá 2011 hefur útflutningur á íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna aukist nokkuð eftir stöðugan samdrátt frá aldamótunum þegar bandaríski markaðurinn var næstmikilvægasti markaðurinn á eftir þeim breska.  Árið 2013 var útflutningsverðmæti sjávar- og eldisafurða til Bandaríkjanna tæplega 18 milljarðar ISK og rúmlega 20 þúsund tonn og hefur ekki verið jafn mikill síðan árið 2005.  Bandaríkin eru til dæmis stærsti markaðurinn fyrir íslenskar eldisafurðir með 56% af útflutningi árið 2013 í laxi og 38% í bleikju.

18
feb.
18. febrúar 2016

Alþjóðlega ráðstefna um eldsneyti og vélar í bílum og skipum

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 23. febrúar n.k. í Gullteigi á Grand Hotel, Reykjavík. Aðgangur er öllum opin. Boðið verður upp á kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Fyrirlesarar eru helstu alþjóðlegu sérfræðinga. Efni ráðstefnunnar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverfisvænni lausnum í samgöngum og í sjávarútvegi og verður þar varpað nýju ljósi á ögranir og möguleika á þessu sviði. 

Yfirlit yfir alla viðburði í tímaröð