„Við viljum sýna fólki hvað við erum að gera “

22. apríl 2015

Í tilefni af 50 ára afmæli sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis í Grindavík hafa stjórnendur þess látið útbúa nýtt markaðsefni, vefsíðu og bækling, sem sýna áherslur félagsins.

„Mannauður fyrirtækisins er lykillinn að farsælum rekstri þess. Við erum stolt af okkar starfsfólki og viljum að það sé stolt af því að vinna hjá okkur og vildum því beina kastljósinu að því í kynningarefni fyrir fyrirtækið,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, gæða- og þróunarstjóri Vísis.

Á síðunni má kynna sér skipaflota Vísis, sem er útbúinn til  línuveiða, sem og saltfiskvinnslu og frystihús fyrirtækisins í Grindavík. Vísir framsækið fyrirtæki þar sem öll áhersla er lögð á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Afurðirnar sem þar má finna eru því fjölbreyttar, unnar úr fyrsta flokks hráefni, og framleiddar fyrir breiðan hóp kröfuharðra viðskiptavina  vítt og breitt um heiminn.

Erla segir vakningu meðal fólks sem starfar við sjávarútveg að mikilvægt sé að sýna starfsemi fyrirtækjanna meira hér heima þótt þau starfi við útflutning og á alþjóðlegum vettvangi. Reynt sé að huga að helstu viðskiptavinum sem og helstu viðskiptalöndum á síðunni og er því efni á síðunni á sex tungumálum. Hægt er að skoða síðuna hér. 

„Við viljum sýna fólki hvað við erum að gera hverjir gera okkur kleift að reka fyrirtækið,“ segir Erla Ósk að lokum. 

 

Alþjóðleg og þjóðleg í senn


Erla segir vakningu meðal fólks sem starfar við sjávarútveg að mikilvægt sé að sýna starfsemi fyrirtækjanna meira hér heima þótt þau starfi aðallega við útflutning. Reynt sé að huga að helstu viðskiptavinum sem og helstu viðskiptalöndum á síðunni og er því efni á síðunni á sex tungumálum.

Þá má nefna að á dögunum setti HB Grandi í loftið nýja heimasíðu.  Hægt er að skoða síðuna hér  

Á síðunni er hægt að skoða helstu upplýsingar um fyrirtækið, skipin, afurðirnar og fleiri góðar og gagnlegar upplýsingar. 

Viðburðir