Vilja fá skýrari mynd af útflutningi sjávarafurða

Tegundir, vinnslu- og veiðiaðferðir, veiðistaður og kaupandi
8. maí 2016

SFS vinnur að því, ásamt hópi stofnana og fyrirtækja, að þróa lausn sem safnar ítarlegri upplýsingum um útflutning sjávarafurða. Munu þau ekki bara sjá nákvæmari skiptingu tegunda heldur geta greint eftir vinnslu- og veiðiaðferðum, veiðistað og kaupanda.

Fjallað var um málið í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 5. maí, í viðtali við Ásgeir Ingvarsson segir Ingvi Þór Georgsson, viðskiptafræðingur hjá SFS, meðal annars að Þegar opinberar tölur um útflutning á fiski séu skoðaðar komi áhugaverð staðreynd í ljós. „Mest er flutt út af þorski sem kemur ekki á óvart en í þriðja sæti eru „ýmsar tegundir“. Ingvi segir þetta komið til af því að útflutningstölurnar byggi á tollskrá sem haldi ekki alltaf í við breytingar og þróun í íslenskum sjávarútvegi.

„Hagstofan tekur saman tölur um fiskútflutning og byggir á þeim skýrslum sem tollstjóraembættið safnar frá útflytjendum. Ef sjávarútvegsfyrirtæki sendir nýja afurð til kaupanda úti í heimi, og ekki er til tollnúmer sem hentar fyrir vöruna, er yfirleitt gripið til þess ráðs að skrá vöruna undir „annað“ eða „ýmsar tegundir“,“ útskýrir Ingvi.

„Þetta gæti t.d. verið makríll með haus eða án hauss, en þar er líka að finna númer fyrir „annan makríl“, margar tegundir vantar inn í tollskrána og þar af leiðandi er „annar flatfiskur“ eða „annar bolfiskur“ eina valið, svo dæmi séu nefnd. Vandinn er kerfislægur og veldur því að við fáum ónákvæma mynd af útflutningi sjávarafurða fyrir samtals 20 milljarða króna.“

Ingvi stýrir verkefni sem á að bæta úr þessum gagnavanda. Verkefnið hefur fengið nafnið Vitinn og er um að ræða samstarf SFS, Matís, Hagstofunnar, Marko Fish, Tollstjóra og fjölda fyrirtækja í sjávarútvegi. Forritararnir Daníel Agnarsson og Friðrik Valdimarsson eru lykilmenn í verkefninu auk Hallveigar Ólafsdóttur, hagfræðings SFS.

Að sögn Ingva á Vitinn sér sex ára sögu. „AVS styrkti verkefni sem fékk vinnuheitið „Aukin verðmæti gagna“ og unnið var undir stjórn Páls Gunnars Pálssonar hjá Matís og í samvinnu við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Það verkefni skilaði af sér hugmyndum og tillögum um hvernig mætti ná tökum á betri skráningu. Stuttu eftir að verkefninu lauk fengum við Hallveig kynningu á verkefninu og sáum að þarna var leið til að ná betur utan um upplýsingar. Var sú leið farin í byrjun að leita að tölvunarfræðinemum sem gætu gert Vitann að lokaverkefni sínu við HR.


Vinna að bættri skráningu

Frá vinstri: Ingvi Þór Georgsson, viðskiptafræðingur hjá SFS, forritararnir Friðrik Valdimarsson OG Daníel Agnarsson auk Hallveigar Ólafsdóttur, hagfræðings SFS. 

Mynd:Árni Sæberg

Daníel og Friðrik sóttu um og skiluðu sínu verkefni fyrir síðastliðin áramót en komu jafnframt að því að sækja um styrk til AVS að nýju. Þeir félagar voru síðan ráðnir til vinnu sameiginlega af Matís og SFS og erustarfsmenn verkefnisins sem fékk styrk frá AVS. Þeir styrkir sem tekist hefurafla tryggjahaldavinnunni áfram allt til apríl á næsta ári.“ Ekki lengur háð tollskránni Við úrvinnslu gagna hefur Hagstofan reitt sig á tollnúmeraskráningu en lausn Vitans felst í því að sækja gögn í vörulýsingaspjöld útflytjenda. Þannig gefst ekki bara möguleiki á að flokka betur þær afurðir sem í dag falla undir „ýmsar tegundir“, heldurfaragreina allar útfluttar sjávarafurðir á mun ítarlegri hátt.

„Tollnúmerin ein og sér gefa ekki mjög nákvæma mynd, og undir sama númer geta hæglega fallið tíu ólíkar vörur. Þannig falla t.d. undir sama tollnúmer þrjár tegundir af karfa: litli karfi, djúpkarfi og gullkarfi. Ítarlegri upplýsingar er að finna í þeim gögnum sem berast Tollstjóra en þau skjöl hafa ekki verið aðgengileg Hagstofunni eða á því formi að auðvelt sé að vinna úr þeim. Þetta geta t.d. verið nákvæmari upplýsingar um tegund og hvernig fiskurinn var verkaður, hvar og hvernig hann var veiddur og hver kaupandinn er.“ Útkoman verður sú að þau gögn sem þegar er safnað verða mun verðmætari, hægt verður að greina í þaula og skilja betur þá þróun sem á sér stað í veiðum, vinnslu og sölu. Vitinn nýtir gögnin eins og þau eru í dag og kallar ekki á viðbótarumstang fyrir opinberar stofnanir eða fyrir útflutningsfyrirtækin. Ingvi segir stefnt að því að hugbúnaðurinn verði að fullu starfhæfur í byrjun næsta árs. „Ef allt gengur sem skyldi er hér komið tæki sem má í framhaldinu yfirfæra á fleiri atvinnugreinar. Útflutning landbúnaðarafurða mætti t.d. greina með sama hætti og fá þá mjög nákvæma mynd af því hvert skyrið og lambakjötið er að fara.“

Viðburðir