Við viljum gera enn betur

Viðtal við framkvæmdastjóra SFS í Morgunútgáfunni
15. júní 2015

Hvernig getur þjóð sem nú þegar fær einna bestu verð sem í boði eru fyrir fiskinn sinn og nýtir afurðirnar betur en flestar aðrar þjóðir stefnt að því að fá enn  betri verð? Þetta var meðal þess sem Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fjölmiðlamaðurinn Hallgrímur Thorsteinsson, ræddu um í þættinum Morgunútgáfunni á RÚV, þann 15. júní.

Kolbeinn sagði að þótt Íslendingar gætu verið ánægðir með það hve miklu sjávarútvegurinn skilar til samfélagsins og hve framarlega við stöndum á alþjóðavettvangi telji hann að hægt sé að gera enn betur. Ástæðan sé einmitt sú hve vandað er til verka í íslenskum sjávarútvegi, allt frá veiðum, vinnslu og flutningum. Nú sé staðan sú að Íslendingar komi ferskum fiski fyrr í verslanir í Boston en Kanadamenn. Einmitt vegna þessa ættu Íslendingar að geta fengið betri verð ef rétt er haldið á spilunum þegar kemur að markaðsetningu íslensks sjávarfangs. Nú framleiði íslenskur sjávarútvegur um 20 milljónir máltíða á degi hverjum, það þurfi því ekki að hækka verð mikið til að það skili sér margfalt í gjaldeyrirstekjur til heilla fyrir íslensk fyrirtæki og samfélag. 

Hlusta á viðtalið. 

Gæðaafurðir


Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, benti á að nú framleiði íslenskur sjávarútvegur um 20 milljónir máltíða á degi hverjum, það þurfi því ekki að hækka verð mikið til að það skili sér margfalt í gjaldeyrirstekjur.

Viðburðir