„Við eigum að vera í fararbroddi“

Myndbönd frá Menntadegi atvinnulífsins
25. febrúar 2015

„Í sjávarútvegi skiptir menntun ávallt meira og meira máli. Í dag er sjávarútvegur vettvangur fólks með mismunandi þekkingu sem í heild myndar eina keðju. Það er ekki sjálfgefið að á kletti í Norður Atlantshafi séu veidd milljón tonn af fiski og skapað gjaldeyri upp á 250 milljarða króna ár hvert. Slíkt krefst mikillar þekkingar og samvinnu á ýmsum sviðum.“ Þetta kom meðal annars fram í máli Sigurðar Steins Einarssonar, 25 ára sjávarútvegsfræðings og starfsmanns Síldarvinnslunar, sem meðal annars ræddi tækifæri til efla samfélagsvitund í gegnum menntun á Menntadegi atvinnulífsins.  


Síldarvinnslan hefur látið sig menntamál miklu varða og hlaut í liðinni viku viðurkenninguna Menntasproti atvinnulífsins fyrir framlag sitt. Um fyrirtækið má fræðast á myndbandinu hér fyrir neðan. 

Síldarvinnslan er menntasproti ársins 2015. from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

Síldarvinnslan er Menntasproti atvinnulífsins


Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar, Sigurður S. Einarsson, umsjónarmaður Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar og Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, tóku við viðurkenningunni Menntasproti atvinnulífsins. Síldarvinnslan hefur einnig verið ofarlega á lista Credit Info yfir framúrskarandi fyrirtæki landsins.

Þá benti Sigurður Steinn á að eins og fram hefði komið í skýrslu McKinsey&Company á engin sjálfstæð þjóð á jafn mikið undir sjávarútvegi og Íslendingar. „Þess vegna furðar maður sig á því hvers vegna í samfélagi líkt og okkar að litla sem enga fræðslu er að fá í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla um jafn mikilvægt málefni og sjávarútvegur er. Hér á landi er að alast upp kynslóð sem ekki hefur hlotið fræðslu um sjávarútveg.“   

Sigurður Steinn Einarsson – starfsmaður Síldarvinnslunnar. from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

Viðburðir