Vestfirðingar kynna spennandi atvinnutækifæri á laugardag

Dagskrá Heimkomuhátíðar
3. apríl 2015

Laugardaginn 4. apríl milli kl. 15:00 og 16:30 verður haldin heimkomuhátíð í Vestrahúsinu, húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða, í tengslum við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Í hjarta Vestrahússins munu fjölmörg fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína. Dagskráin er stútfull af áhugaverðum örfyrirlestrum og hugmyndahorni, þar sem þú gætir jafnvel fengið fyrstu hugmynd að næsta starfi.

„Það er bjart yfir Vestfjörðum og birtir jafnvel enn meira til þegar maður sér svona glæsilegt framtak og hjá þessu duglega fólki sem kemur að tónlistarhátíðinni,“ segir Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal og stjórnarmaður í SFS, um Heimkomuhátíðina og Aldrei fór ég suður. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru sérlega stolt af því að hafa fengið að styðja við þessa frábæru hátíð Vestfirðinga og óska aðstandendum hennar hjartanlega til hamingju. 

Hér að neðan má skoða dagskrá hátíðarinnar og á þessari slóð má nálgast viðtal við Birnu Jónasdóttur, rokkstjóra Aldrei fór ég suður

Dagskrá:


15:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heldur opnunarræðu
15:15 Hljómsveitin Ylja tekur nokkur lög
15:00-16:30 Fyrirtæki og stofnanir út um allt hús taka vel á móti forvitnu fólki
15:00-16:30 Hugmyndahorn – Gefðu hugmynd þína verkefni, starfi eða þjónustu sem
þú sérð fyrir þér á svæðinu, notaðu tæknina og settu inn þína hugmynd
#komduvestur og skoðaðu hugmyndir annarra #komduvestur.
15:15-16:30 Örfyrirlestraraðir styrktar af SFS Örfyrirlestrar 

15:15-15:45 Við gerum ekki rassgat ein

Súðavík, Seltjarnarnes norðursins
Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps
Skólar í Ísafjarðarbæ
Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar
Stór fiskur í lítilli tjörn
Þorsteinn Másson, frumkvöðull í Bolungarvíkurkaupstað
Alls konar íþróttir fyrir alla
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV
Tónlist og tómstundir
Pétur Ernir Svavarsson, formaður nemendafélags Grunnskóla Ísafjarðar

15:30-16:15 Endalausir möguleikar

Byrjað á núlli 
Stefán Örn Stefánsson, bifvélavirki
Tónlist og tækni
Ásgeir Þrastarson, Pedal Projects
Fossavatnsgangan
Daníel Jakobsson, ólympíufari
Að taka vinnuna með sér vestur
Sigríður Sif Gylfadóttir, Veðurstofunni
Framþróun í ferðaþjónustu
Nanný Arna Guðmundsdóttir og Rúnar Óli Karlsson, eigendur Borea Adventures
Ekki næsti Steve Jobs
Jón Páll Hreinsson, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða


15:45-16:30 Sjávarútvegur og nýsköpun

Ofurkæling
Albert Högnason, þróunarstjóri 3X Technology
Nýsköpun í frjóu umhverfi
Arna Lára Jónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Skordýraprótein
Sigríður Gísaldóttir, Víur 
Kerecis, lækningavörufyrirtæki á Ísafirði
Dóra Hlín Gísladóttir, efnafræðingur og rekstrarstjóri Kerecis
Námstækifæri fyrir vestan
Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri Háskólaseturs Vestjarða
Uppbygging á eldi
Kristján Jóakimsson, markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar

Viðburðir