Verðmæti ferskra afurða hefur aukist um 268% frá aldamótum

Skýrsla Íslandsbanka
27. nóvember 2015

Útflutn­ings­verðmæti ferskra sjáv­ar­af­urða sem flutt­ar eru frá Íslandi hafa hækkað um 268 prósent frá alda­mót­um mælt í verði á hvert tonn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Í skýrslunni kemur einnig fram að á sama tíma og verðmætin jukust dróst magn þeirra saman um 47 prósent. 

Ferskar afurðir skiluðu á árinu 2014 mestu verðmætum á hvert tonn eða um 799 þús. kr.

Margt fleira áhugavert er að finna í skýrslunni. Til að mynda er fjallað um aukna hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsfélaga ásamt þeirri verðmætasköpun sem hlotist hefur við fullnýtingu fiskaflans hefur einnig stuðlað að aukinni framleiðni í greininni.

Sjávarútvegurinn sé því dæmi um grein hér á landi sem „bæði hefur náð mikilli framleiðni vinnuafls og fjármagns í alþjóðlegum samanburði og hefur það styrkt greinina í erlendri samkeppni og sem hornstein íslensks efnahagslífs.“ Eins og segir í skýrslunni.

Þá kemur fram að hvert starf í sjávarútvegi skilar um þessar mundir rúmlega tvisvar sinnum meiri verðmætum en á árinu 1997 mælt á föstu verði. 

Skýrsla Íslandsbanka í heild.

Viðburðir