Veiðigjald liggur fyrir

29. júní 2016

Ákvörðun veiðigjaldsnefndar um veiðigjald fiskveiðiárið 2016/2017 hefur verið birt inn á vef Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Gjaldstofn til veiðigjalda lækkar á milli ára vegna samdráttar í hagnaði. Hagnaður milli ára í fiskveiðum dróst verulega saman á milli áranna 2013 og 2014 eða alls um tæplega 13 milljarða íslenskra króna eða um allt að 47%.

 

 

Hagnaður fiskveiða*

2013

                                27.985    

2014

                                14.873    

Lækkun %

-47%

Lækkun %

-                                 13.112    

Heimild: Hagstofa Íslands
*milljónir króna

Í ákvörðun veiðigjaldsnefndar er segir að mikill samdráttur hafi verið milli áranna 2013-2014 vegna aflasamdráttar, sem að mestu skýrist vegna loðnubrests og verðlækkunum. Stór hluti skýringar á breytingunni á milli ára liggur í mikilli breytingu á fjármagnsliðum [verðbreytingafærsla og vextir] á milli ára.

Þess ber að geta að vísbendingar eru um að árið 2015 verði hagfellt en sveiflur í rekstri eru tíðar í atvinnugreininni. SFS hefur bent á að  reiknigrunnur veiðigjaldsins er fenginn úr riti Hagstofunnar, Hag veiða og vinnslu sem byggir á upplýsingum sem eru allt að tveggja og hálfs árs gamlar og því ná þær ekki að endurspegla miklar breytingar sem geta orðið á skömmum tíma í sjávarútvegi.

  • Hagnaður fiskveiða og veiðigjalda hefur aukist frá árinu 2008. Frá 2009-2014 hafa alls verið greiddir 36 ma.kr í veiðigjöld (á verðlagi ársins 2014).
  • Veiðigjaldsnefnd áætlar að heildarveiðigjöld samkvæmt nýrri ákvörðun verði samtals 5.780 mkr. Að teknu tilliti til skuldaafsláttar og afsláttar smærri útgerða má ætla að gjöldin nemi 4.780 mkr.
  • Til frekari útskýringa er vísað til meðfylgjandi ákvörðunar Veiðigjaldsnefndar sem formlega var afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 27. júní 2016.

    Frétt Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins
    Skýrsla
    Reglugerð

 


Heimild: Hagstofa Íslands og Deloitte
Reiknigrunnur veiðigjalds er notaður  Hagstofan birtir í riti sínu Hagur veiða og vinnslu. Þessar upplýsingar eru að jafnaði ekki yngri en tveggja ára og ná ekki að endurspegla miklar breytingar i sjávarútvegi sem geta orðið á skömmum tima  

Viðburðir