Úthlutanir úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins

Félag síldarútgerða öflugur bakhjarl náms- og kynningarefnis
5. apríl 2016

Rannsóknarsjóður síldarútvegsins styrkir á hverju ári fjölda góðra málefna en hann er á forræði Félags síldarútgerða. Á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi voru kynnt þau verkefni sem hlutu styrk úr Rannsóknarsjóðinum að þessu sinni. 

Öryggismál

Öryggismál eru ofarlega á dagskrá fiskvinnslunnar. Rannsóknarsjóðurinn styrkir gerð  myndbanda sem heita Öryggi í fiskvinnslu –  „Öryggi er allra hagur“  um 3 milljónir í ár en myndböndin verða þýdd bæði á íslensku og pólsku.

Verkefnastjóri er Hilda Jana Gísladóttir frá sjónvarpsstöðinni N4 og veitti hún styrknum viðtöku.

Sögulegar heimildir

Næsta verkefni varðar varðveislu heimilda. Félag síldarútgerða styrki kvikmyndagerðamennina Erlend Sveinsson og Sigurð Sverri  Pálsson um 2,6 milljónir til að gera hluta þáttana úr þáttaröðinni Verstöðin Ísland aðgengilega í stafrænu formi og í betri gæðum en vhs-spólurnar buðu upp á í fyrstu útgáfu þáttanna.

Þættir og kennsluhandbók fyrir framhaldsskólakennara

Þá var framtak öflugra framhaldsskólakennara sem ætla að gera sex þætti um sjávarútveg á Íslandi og kennarahandbók sem ætluð er að auðvelda kennurum að miðla þekkingu til nemanda um þennan mikilvæg atvinnuveg. Brynhildur Einarsdóttir framhaldsskólakennari veitti styrk að upphæð þriggja milljóna viðtöku.

Spjaldtölvuforrit um lífríki sjávar

Þá var gerð gagnvirks spjaldtölvuforrits um lífríki sjávar styrkt. Um þrjár milljónir krókna. Verkefnastjóri er Brynhildur Bjarnadóttir en Sigurður Ingi Friðleifsson,  umhverfisfræðingur hjá Orkusetri, veitti styrknum móttöku fyrir hennar hönd.

Mengun sjávar

Síðast en ekki síst styrkti Rannsóknarsjóður síldarútvegsins verkefnið Mengun sjávar um þrjár milljónir.  Hreinleiki sjávar er gríðarlega mikilvægur og nauðsynlegt er að efla fræðslu bæði á grunn- og framhaldsskólastigi um mikilvægi umhverfismála enda byggir Ísland á afkomu hafsins. Verkefninu er ætlað að vekja athygli nemanda á þessu mikilvæga málefni á með vefriti og vefsíðu en kennarar fá aðgang að faglegu, upplýsandi kennsluefni á íslensku, slíkt skortir alveg núna. Verkefnastjórar eru Birna Sigrún Hallsdóttir og Ævar Þór Benediktsson.

Menntanet Sjávarútvegsins

Til viðbótar við þessa styrki veitti Félag síldarútgerða Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi tveggja milljón króna styrk til að setja upp vefsíðuna menntanet.is eða Menntanet sjávarútvegsins, sem ætlað er að miðla verkefnum styrkþega rannsóknasjóðsins í gegnum árin, sem og öðrum vönduðum upplýsingum um sjávarútveg, á aðgengilegan hátt.

Nánar má lesa um Rannsóknasjóð síldarútvegsins undir Menntun og samfélag hér á heimasíðu SFS eða með því að smella hér. Þar má einnig nálgast úthlutanir fyrri ára, leiðbeiningar um umsókn styrks og fræðsluefni.


Rannsóknarsjóður síldarútvegsins

Vinnslustöðin h.f.

HB Grandi h.f.

Þorbjörn h.f. 

Gjögur h.f.

Ísfélag Vestmannaeyja hf.

Huginn hf.

Skinney- Þinganes hf.

Síldarvinnslan hf.

Samherji hf.

Loðnuvinnslan hf.

Viðburðir