„Umhverfisvænustu ferskfisktogarar í heimi“

Hraðfrystihúsið Gunnvör og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
25. apríl 2016

Tveir nýir íslenskir togarar sem búnir eru byltingakenndri nýrri tækni voru sjósettir í Kína fyrir skömmu. Þetta voru þeir Páll Pálsson ÍS, frá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru (HG), og Breki VE, frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Togararnir þykja gott dæmi um viðleitni sjávarútvegsfyrirtækja til að draga úr orkunotkun og lágmarka umhverfisáhrif af fiskveiðum.

Skipin eru smíðuð í Huanghai skipasmíðastöðinni í Rongcheng í Kína en hönnunin er íslensk. Það sem helst vekur eftirtekt í nýrri hönnun, sem þó byggir á eldri hugmyndum, er ný og stærri gerð skipsskrúfu sem ætlað er að skila mun betri eldsneytisnýtingu heldur en hefðbundnar skrúfur gera. Það er skipaverkfræðistofan Skipasýn sem hefur staðið að hönnun skrúfunnar í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin.

Um 30 til 40 prósent sparneytnari

 „Útreikningar okkar sýna að fimm metra skrúfan er á bilinu 30-40% sparneytnari en þriggja metra skrúfa,“ segir Rakel Sævarsdóttir, verkefnastjóri Skipasýnar. Hún segir óhætt að tala um nýju skipin sem „umhverfisvænustu ferskfiskstogara í heimi.“ 

Rakel segir eftirspurn eftir umhverfisvænni valkostum í sjávarútvegnum einkar gleðilega þróun og þessa togara hluta af miklu stærri mynd. Rakel segir skrúfuna oftast kallaða „súperskrúfu“ meðal starfsmanna Skipasýnar enda er hún mun stærri en þær hefðbundnu eru og þurfa minni orku. Hefur hún líkt tækninni við að synda með froskalappir. Tæknin gefist því vel þar sem hafnir eru góðar því djúpristan takmarki notkunina sumstaðar. 


 „Útreikningar okkar og sýna að fimm metra skrúfan er á bilinu 30-40% sparneytnari en þriggja metra skrúfa,“ segir Rakel Sævarsdóttir, verkefnastjóri Skipasýnar. Hún segir óhætt að tala um nýju skipin sem „umhverfisvænustu ferskfiskstogara í heimi.“ 

„Afar glæsileg og vel út búin skip“ 

Fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækjanna, eigendur og verðandi skipstjórar beggja skipanna, voru viðstaddir sjósetninguna og segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, að vel hafi tekist til.

„Þetta eru afar glæsileg og vel búin skip. Nú heldur smíðin áfram við bryggju, skipin verða svo tekin upp aftur og þau öll sandblásin, zinkhúðuð og máluð,“ segir Einar Valur.

Reiknað er með að skipin verði afhent fullbúin seinnipart sumars. Aðalvél er komin um borð og mikið í vélarrúmi er tilbúið. Það er byrjað á íbúðum en enn talsvert eftir þar, það er gert ráð fyrir að þeir verði klárir fyrir haustið. Þeir sem vilja fylgjast með smíðinni er bent á einkar lifandi og skemmtilega Facebooksíðu sem nefnist Nýsmíði Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf og finna má hér https://www.facebook.com/HGPallPallsson/?fref=ts.   

 

Stór dagur 

Útreikningar á þyngd og þyngdardreifingu reyndust réttir og djúprista Páls Pálssonar ÍS bendir til að skipið sé örlítið léttara en útreikningar gerðu ráð fyrir. Skipið vegur núna um 1.148 tonn og eftir er að setja búnað um borð sem áætlaður er um 200 tonn. Stuttu eftir að Páll var sjósettur var Breki sjósettur. Það er ekki oft sem tvö skip íslensk skip eru sjósett sama daginn.

Viðburðir