Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi aukast samhliða aukinni arðsemi í greininni

Veiðigjöld hækka milli ára
8. desember 2015

Opinber gjöld sjávarútvegsfélaga, með aflagjöldum, námu um 25 milljörðum króna árið 2014. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, segir gleðilegt að starfa fyrir öfluga atvinnugrein sem leggur jafn mikið til samfélagsins og telja eðlilegt að mikil umræða sé um jafn mikilvægan atvinnuveg. „En til að slík umræða skili gagni þurfi hún að vera byggð á grundvelli réttra upplýsinga.“

Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, leiðrétti misskilning um að veiðigjöld hefðu lækkað í lok síðustu viku. Hið rétta væri að þau hefðu hækkað. Vísaði hann þar í umræðu og fyrirspurn frá Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar sem taldi að tekjur af veiðigjöldum yrðu um fimm milljarðar árið 2015 miðað við fjárlagafrumvarp næsta árs og væru þar með að lækka á  milli ára. Haukur segir misskilninginn skiljanlegan og skýrast eftirfarandi þáttum:

Nú er sú breyting á veiðigjaldi að frá og með 1. sept 2015 er veiðigjald innheimt eftir að afla er landað (álagning mánuði eftir löndun og innheimt 2 mánuðum eftir löndun) en ekki eins og áður var, álagning  í upphafi fiskveiðiárs við úthlutun aflamarks og svo innheimt með 4 gjalddögum.

Af ofangreindu leiðir að árið 2015 er verið að tekjufæra einungis 3 mánuði inn á árið 2015 vegna fiskveiðiársins 2015/2016 en ekki bróðurpart alls fiskveiðiársins 2015/2016 líkt og ef gamla kerfið væri enn við lýði. Sem fyrr segir er þetta vegna þess að verið er að fara úr kerfi sem miðar álagningu fyrirfram í stað nýja kerfisins sem felur í sér álagningu eftir að afli er kominn að landi.

Það sé því einfaldlega kerfisbreyting sem gerir það að verkum að árið 2015 verður sérstakt í tekjuskráningu í ríkisreikningi.  Veiðigjaldið í krónum talið er hins vegar að hækka á milli fiskveiðiára.

Fiskveiðiárið 2014/2015 skilaði 7,7 milljarði í veiðigjald.

Fiskveiðiárið 2015/2016 mun skila áætlað um 8,5 milljörðum króna (ef það verður loðna í takti við væntingar.) 

Gjaldið er því að hækka en ekki lækka á milli ára.

Þá má minna á að sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin á Íslandi sem borgar sérstakan skatt fyrir aðgang að auðlindum landsins. Þar fyrir utan leggur sjávarútvegurinn mun fleira til samfélagsins en veiðigjaldið.

Skatttekjur ríkisins af sjávarútvegi hafa almennt aukist samhliða aukinni arðsemi í greininni

Opinber gjöld sjávarútvegsfélaga, með aflagjöldum, námu um 25 milljörðum króna árið 2014. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS, segir gleðilegt að starfa fyrir öfluga atvinnugrein sem leggur jafn mikið til samfélagsins og telja eðlilegt að mikil umræða sé um jafn mikilvægan atvinnuveg. En til að slík umræða skili gagni þurfi hún að vera byggð á grundvelli réttra upplýsinga,“ segir Kolbeinn.


Opinber gjöld sjávarútvegsfélaga, með aflagjöldum, námu um 25 milljörðum króna árið 2014. Forsvarsmenn SFS segja gleðilegt að starfa fyrir öfluga atvinnugrein sem leggur jafn mikið til samfélagsins og telja eðlilegt að mikil umræða sé um jafn mikilvægan atvinnuveg. En til að slík umræða skili gagni þurfi hún að vera byggð á grundvelli réttra upplýsinga.

 

Nokkrar staðreyndir um íslenskan sjávarútveg 

Beint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu nemur um 9% árið 2014.

Útfluttar sjávarafurðir voru 41% af heildarútflutningsverðmæti vöru frá Íslandi á árinu 2014.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi var 1.743 talsins árið 2014.

 
* Heimild: Gagnagrunnur Deloitte, Hagstofa Íslands, Credit info, Fiskistofa og Hafnarsamband Íslands


 

Viðburðir