Sveinn Friðrik Sveinsson til liðs við SFS

14. ágúst 2017

Sveinn Friðrik Sveinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Sveinn er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Sveinn Friðrik var áður fjármálastjóri hjá Bílanausti. Á árunum  2011-2014 starfaði hann sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu. Þar áður sem verðbréfamiðlari hjá Saga fjárfestingabanka, forstöðumaður fjárstýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka og forstöðumaður netviðskipta Íslandsbanka. Sveinn Friðrik hefur verið fjallabjörgunarmaður hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu frá árinu 2000.  

Viðburðir