Styrkja rannsóknir á súrnun sjávar næstu þrjú ár

26. mars 2015

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi tilkynntu í á Grænum dögum, sem haldnir voru í vikunni af nemum í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, að þau myndu styrkja Hrönn Egilsdóttur, doktorsnema í sjávarlíffræði, til að leggja stund á rannsóknir sínar næstu þrjú ár.

Hrönn er frumkvöðull í rannsóknum á súrnun sjávar við strendur Íslands og hefur unnið ötullega að því að vekja almenning til vitundar um mikilvægi umhverfisrannsókna á hafinu. Það var Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi samtakanna sem tilkynnti um styrkveitinguna á fundi sem helgaður var súrnun sjávar og samskiptum þjóða.


Á Grænum dögum tilkynnti Karen Kjartansdóttir(t.h), fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að samtökin myndu styrkja Hrönn Egilsdóttur(t.v), doktorsnema í sjávarlíffræði til að leggja stund á rannsóknir sínar næstu þrjú ár.

„Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismála fyrir fyrir þær atvinnugreinar sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enignn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda. Ég þakka SFS innilega fyrir að styrkja mig til áframhaldandi rannsókna á sviði súrnunar sjávar við Ísland og sé fram á farsæla samvinnu á næstu árum,“ sagði Hrönn Egilsdóttir við tilefnið. 

Á fundinum fór Karen meðal annars yfir mikilvægi þess að samtök, stofnanir og fyrirtæki láti sig umhverfismál varða og styðji við málefni þeim tengdum. Sagði Karen að starf Hrannar hafi verið unnið af óeigingirni, hugsjón og umhyggju fyrir náttúru Íslands en of oft gleymdist hafið þegar rætt sé um náttúruna. Þrátt fyrir það skipti hreint haf líklega enga meira máli en íslenska þjóð. Það væri heiður að fá að styrkja við slík verkefni og um leið fá að hvetja til þess að hafrannsóknir verði efldar og unnið að því að því að kveikja áhuga fólks á málefnum sjávar.

Hrönn sagði það mikið gleðiefni hve mikil vakning hefði orðið meðal atvinnugreinarinnar á umhverfismálum. 

„Það að SFS skuli láta sig mál eins og súrnun sjávar varða undirstrikar mikilvægi umhverfismála fyrir fyrir þær atvinnugreinar sem byggja afkomu sína á nýtingu auðlinda. Það græðir enginn á ósjálfbærri nýtingu auðlinda. Ég þakka SFS innilega fyrir að styrkja mig til áframhaldandi rannsókna á sviði súrnunar sjávar við Ísland og sé fram á farsæla samvinnu á næstu árum,“ sagði Hrönn Egilsdóttir við tilefnið. 

Þá má nefna að á stofnfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðið haust veitti Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri samtakanna, Hrönn hvatningarverðlaun fyrir störf sín og sagði. Rannsóknir hennar vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að ganga vel um auðlindina sem hafið er, að hugsa þurfi um umhverfismál út frá hnattrænu samhengi og að efnahagsmál og umhverfismál verða ekki aðskilin. Góð og víðtæk þekking á ástandi sjávar væri mikilvæg fyrir sjávarútveg. Íslenskt samfélag þyrfti að setja kraft í hafrannsóknir ef ætlunin væri að byggja áfram hagkerfi Íslands á sjálfbærum veiðum.

Meðal annarra fyrirlesara á fundinum voru Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Gísli Gíslason, MSC-vottun á Íslandi (Marine Stewardship Council) og Sigrún Elsa Smáradóttir, frá Matís.

Viðburðir