Steinar Ingi ráðinn til SFS

Úr ráðuneyti til SFS
7. október 2015

Steinar Ingi Matthíasson er nýr starfsmaður SFS. Steinar Ingi mun einkum sinna verkefnum á sviði stjórn fiskveiða sem og alþjóðlegu samstarfi þar með talið fiskveiðisamningum sem og öðrum fjölbreyttum verkefnum.

Steinar Ingi starfaði í sjávarútvegsráðuneytinu frá árinu 2004. Fyrst sem sérfræðingur en frá árinu 2007 var hann skipaður skrifstofustjóri í ráðuneytinu á skrifstofu stjórn fiskveiða og eftirlits og síðar skrifstofustjóri auðlinda- og alþjóðaskrifstofu í sameinuðu ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar. Frá árinu 2010 var Steinar Ingi fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytisins við sendiráði Íslands í Brussel og síðar fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Steinar Ingi er með BA próf í stjórnmálafræði og MS próf í umhverfis- og auðlindafræðum frá viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann er auk þess með einkaflugmannspróf, mikill skíðamaður og með bíladellu sem meðal annars birtist í því að hann ekur um á 1965 módeli af bjöllu. 

Steinar Ingi er giftur Ragnhildi Ingu Guðbjartsdóttur og eiga þau saman þrjú börn. 

Viðburðir