Skýrsla um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni

Skýrsla og samantekt
12. janúar 2016

Fyrirtækið Reykjavik Economics hefur unnið skýrslu um efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands á íslenska hagsmuni.

Var skýrslan unnin að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði, en í honum sitja fulltrúar frá forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarrráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. 

Í skýrslunni er farið yfir viðskiptasögu Íslands og Rússlands og hvernig útflutningur til Rússlands hefur þróast á undanförnum áratugum. Þá er greint frá þróun efnahagsmála í Rússlandi og aðstæðum á alþjóðlegum mörkuðum fyrir sjávarafurðir, og sagt frá viðskiptabanni Evrópusambandsins og annarra ríkja gagnvart Rússlandi.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands hér á landi geti orðið umtalsverð, en að hafa verði í huga að samdráttur ríki í efnahagsmálum Rússlands og að kaupmáttur fari þar minnkandi. Þá sé of snemmt að segja til um það hver áhrif verði af þeim mótvægisaðgerðum sem stjórnvöld hér á landi hafa gripið til vegna innflutningsbannsins.

Skýrsluna má finna á eftirfarandi slóð en fyrir neðan má finna samantekt á helstu upplýsingum í henni. 

TheEconomicImpactoftheRussianSanctionsonTradebetweenIcelandandRussia.pdf

 

Sjávarútvegur á Íslandi

 • Ísland er meðal stærstu fiskveiðiríkja heims og það næst stærsta í NA-Atlantshafi
 • Íslenskt hagkerfi er mjög háð fiskveiðum
 • Frjáls viðskipti með sjávarafurðir skipta íslenskt hagkerfi mjög miklu máli
 • Um 40% af vöruútflutningi Íslands er til komið vegna útflutnings á sjávarafurðum

 

Mikilvægi viðiskipta við Rússland

 • Löng og farsæl viðskiptasaga Íslands og Rússlands
 • Rússlandsmarkaður hefur lengi verið einn af mikilvægustu og verðmætustu mörkuðum Íslands og farið vaxandi síðustu ár
 • Aldrei hefur áður komið til truflunar á tvíhliða viðskiptum ríkjanna þrátt fyrir að upp hafi komið ágreiningur og áherslumunur í utanríkispólitík ríkjanna
 • Stærsti hluti útflutnings sjávarafurða til Rússlands er uppsjávartegundir (makríll, loðna og síld)
 • Mikil árangur hefur náðst í aukinni verðmætasköpun uppsjávarafurða með aukinni fjárfestingu í vinnslu til manneldis
 • Tekjur vegna útflutnings íslenskra sjávarafurða á Rússlandsmarkað námu  24 milljörðum íslenskra króna árið 2014 og er þetta annar verðmætasti markaður okkar

Úr skýrslunni:

“The trade history of Iceland and Russia during the 20th century shows a clear pattern. The trade was done with mutual benefits in mind and Russia provided a secure market for Iceland products for over six decades.”

“Even though Iceland has always stood at the side of its allies, it never disrupted trade with Russia or other countries that were willing to trade. “

 

Efnahagsástand í Rússlandi  

 • Þrengingar hafa verið í efnahagskerfi Rússlands undanfarin ár
 • Erfitt er að meta möguleg áhrif þessa, með tilliti til tvíhliðaviðskipta Íslands og Rússlands, og þá hvort og hve mikil áhrif verða á verð og eftirspurn á íslenskum sjávarafurðum í Rússlandi

Úr skýrslunni:

“How this would affect the imports of pelagic produce from Iceland is, however, uncertain since it is a source of inexpensive protein”

 

Áhrif takmarkana á utanríkisviðskipti lítilla opinna hagkerfa

 • Hindranir á utanríkisviðskiptum koma sérstaklega illa niður á litlum og opnum hagkerfum eins og Íslandi
 • Stærri hagkerfi  þola mun betur takmarkanir á utanríkisviðskiptum þar sem þau eru með fjölbreyttari framleiðslu og stærri eigin markaði fyrir framleiðslu sína en minni og fábreyttari hagkerfi

Úr skýrslunni:

“Small economies are often less diversified than larger developed countries, therefore any hindrances to trade – such as economic sanctions – have proportionally more negative effects than in the case of a large country with a broad and vast home market”

“ it is more costly for small countries that are dependent on trade to take part in or suffer trade sanctions. The reason being that the small country does not in all cases have a large domestic market for its produce and is sometimes unable to consume all of its produce”

 

Tjón vegna gagnaðgerða Rússlands kemur sérstaklega illa niður á íslenskt hagkerfi

 • Áætlað tjón þjóðarbúsins vegna þátttöku Íslands í viðskiptaðagerðum gegn Rússlandi er metið á bilinu 6 – 12 milljarðar á ársgrundvelli. Tjónið samanstendur helst af því að:

-          tekjur af makríl afurðum, skv. tölum Hagstofu, hafa dregist saman um 11 ma.kr  milli 2015 og 2014

-          frystur loðnuhængur sem farið hefur til manneldis, einkum á Rússlandsmarkaði, gæti farið í bræðslu á 50%-60% lægri verðum. Á grunni útflutningsverðmæta árið 2014 samsvarar það um 2.7 milljarðar króna lækkun útflutningsverðmæta

-          mögulegt tap vegna „Smugusamnings“ (veiðiheimildir í Barentshafi) er metið á um 2 milljarða króna

 • Gagnaðgerðir Rússlands, vegna þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, koma hlutfallslega sérstaklega illa niður á íslensku hagkerfi. Kemur það til vegna mikilvægis sjávarútvegsins og þess að Rússland er annar verðmætasti markaður íslenskra sjávarafurða.

 

 

Úr skýrslunni:

“Furthermore, the trade sanctions, as they are imposed by Russia, affect Iceland more negatively than most other countries, subject to the sanctions due to the importance of seafood exports to the Icelandic national economy as well as the relative importance of Russia in these same exports.

 

Given the importance of seafood exports for the Icelandic economy and the relative importance of the Russian market for Icelandic exporters, it is evident that Iceland is proportionally among the hardest hit from the Russian counter-sanctions. Had the restrictions been imposed on other types of imports, this would not be the case.”

 

Áhrif á byggðalög

 • Byggðalög sem byggja afkomu sína að stóru leiti á vinnslu uppsjávarafurða standa frammi fyrir miklu tjóni vegna lægri útsvars- og þjónustutekna
 • Við bætist almennt tekjutap í byggðarlaginu þar sem landverkafólk í frystingu verður fyrir mikilli launaskerðingu. Byggastofnun hefur metið að tekjuskerðing starfsfólks sé á bilinu 1.1 – 2 milljónir á ári á hvern starfsmann eða sem nemur um 20%

Úr skýrslunni:

“Regional effects on employment are much greater in fishing villages around the countryside than in the Reykjavik region, due to the lack of diversification in labour markets. The jobs in the pelagic industries are relatively high earning and it is difficult for these communities to find alternative jobs paying comparable wages. Hence the loss of income of people, companies and municipalities that are dependent on Russian market is considerable”

 

Viðburðir