Skráning er hafin í næsta Hnakkaþon HR

14. janúar 2016

English below

 

SKRÁNING ER HAFIN!

 

Hnakkaþon HR og SFS verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 21.–25. janúar og er keppnin opin öllum nemendum HR.  Vinningsliðið hlýtur ferð til Bandaríkjanna í boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi. Lið og/eða einstaklingar geta skráð sig til leiks til og með 18. janúar með því að senda póst á atvinnulif@ru.is.
 

 

Hnakkaþon er samkeppni fyrir upprennandi sérfræðinga í umhverfismálum, markaðssetningu, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Áskorun Hnakkaþonsins að þessu sinni varðar eitt stærsta vandamál samtímans, loftslagsmál, í kjölfar tímamótasamkomulags ríkja heimsins í París á síðasta ári.

 


Keppnin er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Háskólans í Reykjavík.

 

Á hlekkjunum hér fyrir neðan má sjá myndband og umfjöllun um keppninni á síðasta ári: 

https://www.youtube.com/watch?v=cHGlALCIt4Uhttp://www.visir.is/unnu-hnakkathon/article/2015701269991

http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/10330/1_tbl_2015_low.pdf?sequence=5

 

Allt að 5 þátttakendur geta verið saman í liði. Eindregið er hvatt til þess að lið séu mynduð af nemendum frá fleiri en einni deild.

 

Frekari upplýsingar veitir Birna Þórarinsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla, birnath@ru.is.

 

—————————————————————————

 

REGISTRATION IS OPEN!

 

The Fisheries Challenge (Hnakkathon) – will take place at Reykjavik University 21-25 January. The competition is open to all RU students. The winning team will travel to the USA, courtesy of Icelandair and the US Embassy in Iceland. Teams register by sending an email to atvinnulif@ru.is by 18 January.

 

Hnakkathon is a competition for aspiring experts in environmental issues, marketing, software, technology and logistics to prove their capabilities and talent by developing solutions for the seafood industry. This year's Hnakkathon concerns the global challenge of climate change, following the landmark agreement in Paris last December.

The event is organised in cooperation between Reykjavik University and Fisheries Iceland. 

Here is a video about last year’s competition: https://www.youtube.com/watch?v=X9qKfZenRsg

Participants can form teams of up to 5 people. Participants are strongly encouraged to form teams with students from more than one school.

Further information is provided by Birna Þórarinsdóttir, Industry Relations Project Manager, birnath@ru.is.


Á báðum myndunum við þessa frétt má sjá sigurlið Hnakkaþonsins frá því í fyrra. Sú efri er frá verðlaunaafhendingunni í HR og sú seinni frá heimsókn liðsins í vinnslu Samherja á Davík. 

Viðburðir