Sjómenn ánægðir í starfi

Gleðileg niðurstaða könnunar Samgöngustofu
3. september 2015

Um 90 prósent sjómanna eru ánægðir í starfi sínu en aðeins um 4 prósent eru óánægðir. Þetta kemur fram í nýbirtri könnun sem Gallup gerði fyrir Samgöngustofu.

Tilgangur könnunarinnar var að kanna líðan og öryggi sjómanna og að nýta niðurstöðurnar til úrbóta og hvata til aðgerða. Meðal annars var spurt um öryggi um borð, slys og áhættumat, ánægju í starfi, óhöpp og orsakir þeirra. Einnig vorum sjómenn spurðir um eigin heilsu og líðan um borð. 

Þá kom einnig fram að tæplega 80 prósent sjómanna voru ánægðir með að hafa valið sjómennsku að atvinnu.

Niðurstöðurnar sýna að miklar framfarir hafa orðið frá fyrri könnunum í öryggismálum sjómanna og hefur slysum og óhöppum fækkað jafnt og þétt. Því má þakka bættum skipakosti, aukinni menntun sjómanna og viðhorfsbreytingu til öryggismála um borð í skipunum. Einnig hefur aðbúnaður um borð sífellt orðið betri.

Helstu niðurstöður

Niðurstöðurnar benda einnig til þess að sjómenn taki öryggismál alvarlega. Þannig vekur það athygli í þessari könnun að undirmenn á skipum telja að öryggismálum sé ábótavant og það skorti fræðslu og kynningu fyrir nýliða. Skipstjórar telja öryggismálin séu í góðu horfi og að það sé ekki skortur á öryggisráðstöfunum. 

Í frétt á vef Samgöngustofu segir að sjómennirnir sem tóku þátt starfa á skuttogurum, fiskiskipum undir 15 brúttótonnum, fiskiskipum yfir 15 brúttótonn, vinnuskipum og farþegaskipum. Flestir sjómennirnir hafa starfað 11 – 20 ár á sjó. 

Lesa nánar um könnunina


Niðurstöðurnar sýna að miklar framfarir hafa orðið frá fyrri könnunum í öryggismálum sjómanna og hefur slysum og óhöppum fækkað jafnt og þétt. Því má þakka bættum skipakosti,  aukinni menntun sjómanna og viðhorfsbreytingu til öryggismála um borð í skipunum. Einnig hefur aðbúnaður um borð sífellt orðið betri.

Aðferðarfræði

Könnunin um öryggi og hagi sjómanna var gerð af Gallup að beiðni Samgöngustofu. Spurningar voru lagðar fyrir sjómenn á tímabilinu desember 2014 – janúar 2015. Í úrtakinu voru 1300 sjómenn og svöruðu 750 sjómenn sem er tæplega 58% svarhlutfall. Hringt var í þátttakendur eða þeim sendar spurningar rafrænt.

Viðburðir