Útgerð og myndlist takast á

Freyja Önundardóttir, formaður félagsins Konur í sjávarútvegi
12. nóvember 2015

Freyja Önundardóttir, útgerðarmaður á Raufarhöfn og myndlistarmaður, tók nýlega við stjórnartaumunum í félaginu Konur í sjávarútvegi. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, heyrðum í Freyju og ræddum við hana um uppvaxatarárin, útgerðina, myndlistina og konur í sjávarútvegi.

Ég er fædd og uppalin við sjóinn í  sjávarútvegstengdu umhverfi . Foreldrar mínir voru og eru í útgerð og afar ömmur frændur og frænkur meira og minna tengdir útgerð á einn eða annan hátt bæði í Vestmannaeyjum og á Raufarhöfn og á þeim stöðum eru mínar uppeldisstöðvar. Ég hef fimmtíu og fjögurra ára fjölbreytta reynslu í þessum geira þó að ég muni nú ekki alveg allt.“

„Töluverð slorlykt af mér“ 

Freyja segist hafa glaðst mjög við stofnun félags Kvenna í sjávarútvegi (KIS). Stofnendur hafi verið framtakssamar konur með fjölþætta reynslu í sjávarútvegi. Algjörar kraftakonur sem starfa á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegsins.

„Ég var á stofnfundi félagsins mjög áhugasöm um þetta flotta og þarfa framtak og bauð mig fram í stjórn. Við greiningu, með hag félagsins  í huga þá vantaði konu í framlínu sem hafði reynslu af frumgreinunum í útgerð eða fiskvinnslu. Það var töluverð slorlykt af mér og þess vegna  bauð ég mig fram og náði kjöri.“

Freyja segir að fyrir utan að vinna að því að efla félagið frekar vilji hún vinna áfram við framkvæmd á rannsókn á stöðu kvenna innan sjávarútvegsins. „Að fá konur innan allra hugsanlegra greina sjávarrútvegs til að tilheyra félaginu okkar,“ segir Freyja sem segir fólk oft ekki meðvitað um það hve greinar sjávarútvegsins teygja sig víða á Íslandi, ekki síst þegar kemur að tækni og nýsköpun. Þá geri fólk sér oft ekki grein því að fjöldi kvenna hefur mikil áhrif innan sjávarútvegsfyrirtækja, svo sem í sölu, fjármálum og mannauðsmálum.

Tölum um sjávarútveginn í heild

„Samtakamáttur kvenna er mikill og ég trúi því að við sem hópur styrkjum greinina í heild og getum verið hvatning ungum konum til að starfa við sjávarútveg sem er og hefur verið frekar karllæg grein. Ég held að það verði öllu og öllum til framdráttar að konur verði sýnilegar innan geirans og  nýjar konur komi sterkar inn. Rannsóknir sýna að fyrirtæki sem hafa jafnvægi milli kynja eru betur rekin en þar sem ójafnvægi ríkir. Í mínum huga á það sama við um sjávarútveginn í heild, samvinna og fjölbreytni er leið að betri framtíð.  Áhugi er fyrir tengingum við erlendar konur í svipaðri stöðu og við höfum verið að skoða tækifæri og finna sambönd með það í huga að nýta okkur þau til gagns og gamans,“ segir Freyja.

Þegar talið berst að hinum fjölmörgu greinum sjávarútvegsins kemur í ljós að það eru fá mál innan atvinnugreinarinnar sem Freyja hefur ekki haft einhverja aðkomu að.

„Trúlega væri einfaldara að finna snertifleti sem ég þekki ekki eða kannast ekki við í þessum geira. Í uppeldinu þurfti að vinna, það þótti sjálfsagt og það var eftirsóknarvert.  Ég þvældist á netaverkstæðum og bryggjum og fylgdist með atvinnulífinu og fékk mjög ung launað verkefni úti í bæ. Það var upphefð í því. Ég var líka orðin sjálfstæður atvinnurekandi mjög ung, gellaði í gúanóinu og seldi.“

Hafið og listin


„Sjávarútvegurinn hefur alla tíð verið stór hluti af mínu lífi þar finnst mér ég eiga heima. Það má vel greina stekra tengingu af upprunanum, náttúrunni og hafinu í málverkum mínum,“ segir Freyja.

 

„Karlmannsverkin“ skemmtilegust

Heima í stofu var sett á pípur (vinna við net) og settir taumar á öngla (undirbúningur fyrir línuveiðar). Þegar við systkinin gátum með góðu móti staðið við línubalana þá beittum við. Það gerði ég líka seinna til að framfleyta mér þegar ég var í framhaldsskóla. Síðan var það frystihúsið og fjölbreytt vinna þar. Mest hafði ég gaman af verkum sem gerðu miklar kröfur til líkamlegs styrks og úthalds og  voru oft karlmannsverk. Síðan var það sjórinn bæði neta og handfæraveiðar. Ýmist sem háseti eða matsveinn. Ég var líka þerna á Herjólfi um tíma,“ segir Freyja en þar fyrir utan hefur hún unnið að skrifstofuvinnu innan sjávarútvegsfyrirtækis, verið eigandi að útgerð ásamt eiginmanni sínum, verið stjórnarformaður fyrirtækis sem seldi mjöl og lýsi.

Draumar eiga að rætast

„Myndlistin var gamall draumur, eitthvað sem hafði blundað í mér og heillað frá barnæsku. Draumar eiga að rætast og þegar ég bjó á Þórshöfn þá sótti ég um að komast inn í Myndlistaskólann á Akureyri og komst inn,“ Þá var ekkert annað að gera en að flytja til Akureyrar segir Freyja. Síðar bætti hún svo við sig kennsluréttindum og kenndi við grunnskólann á Þórhöfn og skipulagði nám og kenndi börnum og fullorðnum við fleiri skóla víða um landi sem höfðu ekki fagmenntaðan myndlistarkennara. Var nokkurs konar „farandkennari.“ Sjávarútvegurinn hefur alla tíð verið stór hluti af mínu lífi þar finnst mér ég eiga heima. Það má vel greina stekra tengingu af upprunanum, náttúrunni og hafinu í málverkum mínum.

„Eftir mastersnám í Verkefnastjórnun MPM leiddist ég út í vinnu við útgerðarfyrirtæki foreldra minna og stýri því í dag ásamt þeim,“ segir Freyja.

 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska Freyju velfarnaðar í starfi.

 

Viðburðir