Sjávarútvegur: Stærstu vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs

Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30
23. mars 2016

Náttúruauðlindir eru undirstaða verðmætasköpunar í íslenska hagkerfinu. Á ráðstefnu SFS ræðum við nýfjárfestingar, þekkingargreinar sem sprottið hafa í skjóli sjávarútvegsins og þau verðmæti og íslenskt hugvit sem hefur orðið til í samstarfi milli sjávarútvegs, iðnaðar og tæknifyrirtækja undanfarna áratugi. Hvernig tókst þetta og hvernig mótum við framtíðina, sköpum áhugaverð störf og aukum enn verðmætasköpun og útflutningstekjur þjóðarinnar?

Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, föstudaginn 1. apríl kl. 13.00 til 16.30

Setning - Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Ávarp ráðherra - Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra

Hefur íslenskur sjávarútvegur staðið sig vel? – Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja 

Hversu miklu máli skiptir stöðugleiki? – Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins 

Nýsköpun sprettur úr samstarfi – Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel 

Auðlindastýring í þágu samfélagsins – Lars Christensen, eigandi ráðgjafastofunnar Markets and Money Advisory 

Takmarkaðar auðlindir – aukin verðmætasköpun – Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar 

Mannauður er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis – Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS 

Þekkingar er þörf – Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og fyrrverandi aðalhagfræðingur CCP 

Fundarstjóri: Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood

Þá verða Hvatningaverðlaun sjávarútvegsins afhent auk þess sem úthlutað verður í Rannsóknarsjóði síldarútvegsins.

Við hlökkum til að sjá þig. Til að skrá þig þarf að senda póst á netfangið info@sfs.is merktan Ráðstefna.

Viðburðir