Sjávarútvegsráðstefnan 2015

dagana 19.-20. nóvember
19. nóvember 2015

Nú er hægt að sækja ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015 á vef félagsins. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 19.-20. nóvember. Í ráðstefnuheftinu er að finna dagskrá, lýsingu á málstofum og erindum og margt fleira. Hægt er að sækja ráðstefnuheftið HÉR

Staðsetning
Vakin er athygli á því að skipuleggjendur Sjávarútvegsráðstefnunar hafa flutt hana á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Tímasetning
Ráðstefnan verður haldin dagana 19.-20. nóvember 2015. Afhending ráðstefnugagna hefst á fimmtudeginum klukkan 09:00 en ráðstefnan byrjar klukkan 10:00.

Þátttaka
Mikill áhugi er fyrir Sjávarútvegsráðstefnunni 2015. Gert er ráð fyrir metþátttöku eða um 600 manns að þessu sinni.

Erindi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra opnar Sjávarútvegsráðstefnuna. Flutt verða 46 erindi á ráðstefnunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra verður með lokaávarp. Yfirlit yfir erindi er að finna í ráðstefnuhefti Sjávarútvegsráðstefnunnar.

Nánar á síðu Sjávarútvegsráðstefnunnar

Viðburðir