Sjávarútvegsfyrirtæki áberandi á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

10. febrúar 2015

Mörg stór og öflug sjávarútvegsfyrirtæki eru á listanum en Samherji hf. er efst á lista yfir þau 577 fyrirtæki á landinu sem þóttu skara framúr að mati Creditinfo í ár.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru stolt af  því að sjá að 8 af efstu 20 fyrirtækjum sem þykja skara mest framúr eru meðlimir samtakanna og staðsett víðsvegar um landið. 

Á lista yfir nýliða í hópi framúrskarandi fyrirtækja eru fjögur af fimm efstu sjávarútvegsfyrirtæki. Efst er Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði, þá er Gjögur úr Grenivík auk Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Útgerðarfélag Akureyringa og Þorbjörn í Grindavík einnig á lista. Í viðtali sem birtist með fylgiriti Viðskiptablaðsins um málið segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, að lykill að því að halda stöðugum rekstri sé að byggja á því sem fyrirtækið þekki og kunni. 

En til þess að komast inn á lista Creditinfo þarf eftirfarandi að gilda:

-Hafa skilað ársreikningi til RSK 2010-2012

-Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum

-Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð

-Að ársniðurstaðan sé jákvæð þrjú ár í röð

-Að eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2010-2012

-Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012

-Að vera með skráðan framkvæmdarstjóra í hlutafélagaskrá

-Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu  Creditinfo

8 af 20 efstu framúrskarandi fyrirtækjum


HB Grandi

Samherji

Gjögur 

Vinnslustöðin 

Ísfélagið

Skinney-Þinganes

Síldarvinnslan

Útgerðafyrirtæki Akureyringa

Viðburðir