SFS heimsækir félagsmenn

15. maí 2015

Næstu daga ætla formaður og starfsmenn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að heimsækja félagsmenn vítt og breitt um landið. Hér að neðan má lesa fyrirhugaða fundardagskrá og eru öll þau sem eiga aðild að samtökunum hvött til að mæta, hvert á sínum stað. 

  

Dagskrá:


Mánudagurinn 18. maí. - Suðurnes og Þorlákshöfn
Klukkan 10:00. Fundur á Icelandair hótelinu Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ 

Síðar sama dag verður fundur klukkan 15:00 á skrifstofu Auðbjargar ehf., Unubakka 11, 815 Þorlákshöfn. 

Þriðjudagurinn 19. maí – Vestmannaeyjar
Klukkan 10:00. Fundur hjá Rabba að Flötum 23, 900 Vestmannaeyjar. 

Miðvikudagurinn 20. maí - Vestfirðir
Fundur hefst klukkan 12:00 á Skrifstofuhótelinu, Hafnarstræti 9, 400 Ísafirði. 

Fimmtudagurinn 21. maí - Snæfellsnes 
Fundur í Sögumiðstöðinni í Grundafirði klukkan 17:00, Grundargötu 25, 350 Grundarfirði.

Föstudagurinn 22. maí - Norðurland
Fundur hefst klukkan 12:00 á Hótel KEA á Akureyri. 

Þriðjudagurinn 26. maí – Höfn í Hornarfirði og Austfirðir 
Tímasetningar og fundarstaðir eru enn í athugun.  

Miðvikudagurinn 27. maí - Reykjavík og nágrenni
Klukkan 12:00 í Borgartúni 35, fundarsal þriðju hæð. 

Einnig biðjast samtökin afsökunar á að í fyrstu atrennu fengu einunigs útvegsmannafélög boð. Allir sem skráðir eru í samtökin eru hvattir til að mæta á fundina, áframsenda á aðra félagsmenn og endilega sendið upplýsingar um netfang og símanúmer á netfangið karen@sfs.is og undirrituð mun uppfæra listann.

Góða helgi,
Karen Kjartansdóttir
upplýsingafulltrúi SFS

p.s. 

Félagsmenn mega einnig senda lög sem þeim þykja einkennandi fyrir hvern stað til að auðvelda upplýsingafulltrúanum við gerð lagalista fyrir ferðina.

Viðburðir