Samfélagsleg ábyrgð og Nígeríumarkaður

26. apríl 2016

Nígería: Stór og mikilvægur markaður í húfi

Nígería hefur verið gegnt lykilhlutverki í útflutningi Íslands og verið eitt af stærstu útflutningslöndum íslenskra sjávarafurða um áratugaskeið. Á síðasliðnum 5 árum hefur Ísland flutt sjávarafurðir að verðmæti 74 milljarða íslenskra króna á markað í Nígeríu en viðskiptasambandið á sér áratugalanga sögu. Afurðirnar sem fara á markaðinn eru fyrst og fremst þurrkaðar og hertar afurðir. Stærsti markaðurinn er fyrir  þurrkaða þorskhausa en í rík hefð er fyrir því í Bíafra héraði í suðaustur-hluta Nígeríu að nota hausana út í súpu til að bragðbæta pottrétti. Í héraðinu búa 12 milljónir manna og því er markaðurinn feikistór.

Nígeríumarkaður styrkir orðspor íslensks sjávarútvegs út um allan heim

Frá því að olíuverð fór að hríðfalla hefur staðan í Nígeríu breyst. Gengi gjaldmiðilsins Naira hefur fallið í takt við olíverð. Frá því í sumar hefur gengið erfiðlega að koma íslenskum sjávarafurðum á Nígeríumarkað þar sem gjaldeyrisskortur er í landinu og fiskafurðir eru komnar á lista yfir afurðir sem ekki fæst gjaldeyri til kaupa á á opinberu gengi,  en þetta er liður í viðleitni stjórnalda til að draga úr gjaldeyrisútstreymi. Þá voru innflutningstollar á afurðirnar hækkaðir úr 5% í 20%. Útlitið er því ekki bjart fyrir framleiðendur og útflytjendur þurrkaðra afurða. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú, en árið 2015 voru gjaldeyristekjur af viðskiptum við Nígeríu um 14 milljarðar króna. Alls hafa 360 manns á Íslandi starfað við að þurrka afurðir á Nígeríumarkað, en  framleiðsla fer fram á 21 stað út um allt land. Því er mikið undir hjá mörgum framleiðendum, sveitarfélögum og launþegum en framleiðendurnir eru margir hverjir meðal stærstu atvinnurekenda í sínum sveitafélögum. Hagsmunaðilar hafa því augljósalega miklar áhyggjur af þessari stöðu mála.

Sendinefnd til Nígeríu

SFS, í samstarfi við framleiðendur, og stjórnvöld hafa unnið saman að því að fylgjast með framvindu mála í Nígeríu og skoða alla kosti í stöðunni. Nú er unnið að því að reyna að koma á ferð sendinefndar til Nígeríu í apríl með það að markmiði að freista þess að tryggja betur hagsmuni Íslands.. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mun leiða förina.  Nígeríumarkaðurinn einn og sér er gríðarlega mikilvægur en hann hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki við að efla orðspor íslensk sjávarútvegs á alþjóðavettvangi.  Nýting þorskhausa og vinnsla með íslenskri varmaorku er liður í því að fullnýta aflann og hefur það skipt sköpun í allri markaðssetningu íslensks sjávarútvegs sem sjálfbærrar og umhverfisvænnar atvinnugreinar út um allan heim.


„Þetta gefur okkur mikið, sértaklega þessi hugsun að geta gefið eitthvað til baka til þessarar þjóðar sem skiptir okkur svo miklu máli. Árlega höfum við safnað í einn gám. Við ætlum að láta á það reyna nú að safna í tvo gáma því verðmæti vörunnar hefur rýrnað um um það bil helming“

Samfélagsleg ábyrgð – 30.000 augnaðgerðir í Nígeríu

Katrín Sigurjónsdóttir er einn eigenda Sölku-Fiskmiðlunar sem er stór útflytjandi þurrkaðra afurða á Nígeríumarkað . Hún er með áratuga reynsla úr bransanum og hefur margoft farið til Nígeríu. Hún hefur áhyggjur af stöðu mála eins og allir sem að málinu koma.

„Viðskiptin við Nígeríu hafa gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig í áratugi. Það kom bann 1983-1987 en eftir það náði markaðurinn sér upp aftur og hefur verið góður síðan, að frátöldum 2-3 smádýfum. Markaðurinn sveiflast mikið með olíuverðinu enda um 80% gjaldeyristekna Nígeríu tilkomnar vegna olíuútflutnings. Dýfan núna er óvenju hörð og langvarandi“.

Fyrirtæki Katrínar hefur einnig verið leiðandi í verkefni sem snýr að augnaðgerðum á spítala í Calabar, einni af stærstu borgunum í Biafra héraði. Frá því 2004 hefur hópur framleiðenda frá Sölku-Fiskmiðlun tekið þátt í verkefni í gegnum Tulsi Chanrai Foundation sem halda utan um mörg  góðgerðarverkefni í Nígeríu og víðar. Fleiri framleiðendur hafa svo bæst við. Árlega er safnað hausapökkum í einn 40 feta gám og hann sendur út frítt, en skipafélögin hafa einnig tekið þátt í verkefninu. Í Nígeríu taka umboðsmenn við vörunni og selja hana á hæsta mögulega verði. Allur ágóðinn rennur óskiptur til spítalans í Calabar þar sem gerðar eru augnaðgerðir á fólki því að kostnaðarlausu. Þetta fólk hefur ekki efni á að fara á venjulegan spítala og greiða fyrir samskonar þjónustu. Frá því að verkefnið hófst hafa verið gerðar um 30.000 aðgerðir þannig að það eru mörg augu þarna suðurfrá sem "sjá" gefendur sem sanna verndarengla.

Katrín segir verkefnið vera mjög mikilvægt fyrir íslenska framleiðendur.

„Þetta gefur okkur mikið, sértaklega þessi hugsun að geta gefið eitthvað til baka til þessarar þjóðar sem skiptir okkur svo miklu máli. Árlega höfum við safnað í einn gám. Við ætlum að láta á það reyna nú að safna í tvo gáma því verðmæti vörunnar hefur rýrnað um um það bil helming“.

Nánar má lesa um verkefni Tulsi Chanrai Foundation á vefsíðunni http://www.tcfnigeria.org/

 

 

“Mér líður eins og barni á ný þegar ég er að sjá heiminn á ný eftir langan tíma í myrkri.“ Francis Agbe, 23 ára 

 

 

Allir í bænum eru ræða um sögu mína og allir vilja heyra sögu mína og hvernig Guð hefur blessað mig og fjölskyldu mína í gegnum stofnunina.

Comfort Agwu, ekkja og sex barna móðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðburðir