Samdráttur í útflutningstekjum í makríl og síld, aukning á sama tíma í þorsk og loðnu

11. janúar 2016

Verðvísitala botnfisks hækkar um 10%

Fyrstu 11 mánuði ársins 2015 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 245 milljarða króna. Það er aukning um 20 milljarða frá því á sama tímabili árið 2014 sem stafar fyrst og fremst af aukningu í afla á loðnu og þorski. Ákvarðaður heildarafli í loðnu ríflega þrefaldaðist á milli ára og eins hækkaði leyfilegur afli í þorski um 10%, en leyfilegur heildarafli í þorski hefur ekki verið hærri síðan 1999.  Verðvísitala botnfisks hefur einnig hækkað um 10% þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar gagnvart XDR hafi hækkað um 5%.

Samdráttur í makríll og síld

Mikill samdráttur er í útflutningsverðmætum á makríl og síld á tímabilinu en alls drógst útflutningsverðmæti saman á tímabilinu um 17 milljarað íslenskra króna. Verðvísitala uppsjávarafurða lækkaði um 4% á tímabilinu og heildarafli í norks íslenskri síld drógst saman en leyfilegur heildarafli jókst í makríl.


Viðburðir