Ráðstefna um öryggismál

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Vinnueftirlitið
7. janúar 2016

Ráðstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Vinnueftirlitsins um öryggismál verður haldin á Grand Hótel, Gullteig – 8. janúar 2016 kl. 11:00 – 14:15.

Eins og nafnið gefur til kynna verða öryggismál í sjávarútvegi í forgrunni á ráðstefnunni; forvarnir, stjórnun og leiðtogahlutverk í fiskvinnslum.

– Fyrirmyndarleiðtogar segja frá frá þeim árangri sem náðst hefur við að skapa öruggara vinnuumhverfi. 
– Að skapa góð samskipti í fjölþjóðlegu og fjölbreyttu umhverfi íslenskrar fiskvinnslu.
– Fulltrúar Vinnueftirlitsins kynna leiðir til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks o.fl.


Ráðstefnan er haldin í framhaldi af verkstjórafundi Íslenska sjávarklasans.

Boðið er upp á léttan hádegisverð og er aðgangur er öllum opinn.

Skráning á ráðstefnuna: info@sfs.is merkt Öryggisráðstefna.

Dagskrárliðir: 

11:00 – 11:10  Ávarp Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS og Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

11:10 –11:20   Verum góðir leiðtogar Jens Garðar Helgason, formaður SFS

11:20-11.35    Hugarfarið skiptir máli þegar ná skal árangri Gunnar Rúnar Ólafsson, öryggisfulltrúi Samherja

11:40-12:00    Byggjum upp jákvæðni og öryggi með hvatakerfi Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri starfsmanna- og innkaupasviðs Norðuráls,

12:00–12:15    Eftirlit í fiskvinnslu 2015 – staðan og framtíðin Leifur Gústafsson, Vinnueftirlitið

12:15-12:30    Fækkum slysum í fiskvinnslu – hvað þarf til? Fjóla Guðjónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Sjóvá

12: 30            Hádegishlé

13:00-13-15    Áhættumat í fiskvinnslufyrirtækjum – verum meðvituð um umhverfi okkar Teitur Guðmundsson, læknir og framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd

13:15–13:30   Vinnum með starfsfólkinu – samskipti í fjölþjóðlegu umhverfi Guðrún Sighvatsdóttir, skrifstofustjóri Fisk Seafood

13:30–13:45   Ábyrgðarhlutverk framleiðenda Þorkell H Halldórsson, vöruþróun hjá Marel

13:45-14:00   Forvarnir og öryggismenning Guðmundur Kjerúlf, Vinnueftirlitið

14:15            Samantekt fundar og fundarslit


Ráðstefnan er haldin í framhaldi af verkstjórafundi Íslenska sjávarklasans.

Boðið er upp á léttan hádegisverð og er aðgangur er öllum opinn.

Skráning á ráðstefnuna: info@sfs.is merkt Öryggisráðstefna.

 

Viðburðir