Horfur í alþjóðaviðskiptum versna og fjárfestingarumsvif mikil í sjávarútvegi

Peningamál Seðlabankans
4. nóvember 2015

Áhrif innflutningsbanns óljós og fjárfestingar miklar

Í nýju hefti Peningamála Seðlabankans kemur fram að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hefur vaxið undanfarið tvö ár en horfur eru þó tvísýnni en í ágúst. Raungengið hefur hækkað með tilheyrandi skerðingu á samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Eins hafa horfur í alþjóðaviðskiptum og eftirspurn helstu viðskiptalanda versnað frá ágústspá bankans. Verð á sjávarafurðum hefur hækkað frá því í febrúar í fyrra. Horfur eru tvísýnni frá því í ágúst m.a. vegna óvissu um áhrif innflutningsbanns Rússa á sölu uppsjávarafurðum og eins vegna efnahagsþreninga í Nígeríu, en Nígería hefur verið stærsti kaupandinn þurrkaðra þorskafurða í áratugi .

Þjónustuútflutningur jókst meira en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans en á móti kemur minni makrílveiði, erfiðleikar í sölu til Nígeríu og innflutningsbann Rússa. Horfur eru á minni vöruútflutningi á næsta ári en spáð var í ágúst vegna minni eftirspurnar í viðskiptalöndum og hækkun raungengis. Olíuverð lækkaði hratt í lok sumars og búist er við að það haldist og því útlit að olíumarkaðurinn verði lengur að aðlaga sig að miklu framboði af olíu en gert var ráð fyrir í byrjun árs. Fjárfestingar í sjávarútvegi hafa verið fyrirferðamiklar en í könnun sem að Seðlabankinn gerði kemur fram að félög í sjávarútvegi ætla auka fjárfestingar sín mest á árinu miðað við aðrar atvinnugreinar eða um 50%,  hér eru ekki meðatalin fjárfestingar í skipum. Mörg félög hafa nú þegar fjárfest í skipum sem eru á leið til landsins eða eru nú þegar komin.


Fjárfestingar hafa verið miklar í sjávarútvegi. Tvö glæsileg uppsjávarskip hafa bæst við flotann á árinu en Venus NS 150 skip HB Granda hf kom til Vopnafjarðar í maí og svo kom nýr Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar nú í október.

Viðburðir