Óskum eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna SFS 2015

24. apríl 2015

Óskum eftir tilnefningum

Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg með einum eða öðrum hætti.

Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi skorum á þig að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið hvatningu og virðingarvott fyrir verk sín. Við viljum fá að heyra sögur af fólki sem gerir íslenskan sjávarútveg betri, skemmtilegri öruggari og þar með verðmætari fyrir íslenskt samfélag eða hefur ýtt undir nýsköpun og bjartsýni í sínu samfélagi. Á stofnfundi samtakanna í október í fyrra hlaut vísindamaðurinn Hrönn Egilsdóttir viðurkenninguna fyrir brauðryðjandi rannsóknir sínar á súrnun sjávar við strendur Íslands. Lesa má frétt um þau verðlaun hér

Nú leitum við til þín og viljum fá að heyra sögur um vel unnin störf í þágu sjávarútvegs og sjávarplássa hvar sem er á landinu og hvar sem er í virðiskeðjunni. Við hvetjum þig til að senda okkur tillögu með tilnefningu til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir 10. maí á netfang Karenar Kjartansdóttur upplýsingafulltrúa samtakanna en netfangið hennar er karen@sfs.is. Merkja skal póstinn „Hvatingarverðlaun SFS“

Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru:

Nafn á samtökum eða einstaklingi sem þú telur eiga skilið Hvatingarverðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Um 200-500 orða útskýring af hverju þú kýst að tilnefna þessi samtök eða þennan einstakling til Hvatningarverðlauna fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þá óskum við eftir því að þú merkir póstinn með eftirfarandi upplýsingum:

Nafnið þitt:

Símanúmer:

Tölvupóstur:


Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, veitti vísindamanninum Hrönn Egilsdóttur Hvatningarverðlaunin á stofnfundi samtakanna í október í fyrra, fyrir brauðryðjandi rannsóknir sínar á súrnun sjávar við strendur Íslands. Lesa má frétt um þau verðlaun hér. Mynd: Egill Aðalsteinsson

Viðburðir