Orkuiðnaðurinn 25 árum á eftir sjávarútveginum

Forstjóri Landsvirkjunar
5. apríl 2016

Orkuiðnaður er rúmum 25 árum á eftir sjávarútveginum að mati Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Segir hann að orkuiðnaðurinn þurfi að bæta sig mikið til að gera meira úr auðlindinni. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Harðar sem hann flutti á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í erindinu fór Hörður yfir þróunarsögu sjávarútvegsins síðustu áratugi, framleiðniaukningu, mikla vöruþróun og sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar.

Í viðtali við Bjarna Pétur Jónsson, fréttamann RÚV, sagði hann meðal annars:

Ég held að það sé alveg aðdáunarvert, þessi þróun sem hefur átt sér stað í sjávarútveginum nánast á öllum sviðum sem hefur skilað okkur þessum sterka iðnaði. Ég held að staðan hjá okkur í orkuiðnaðnum sé svona svipuð og hún var í sjávarútveginum 1990. Við erum að framleiða svona tiltölulega ódýra vöru, við höfum ekki horft mikið á nýtingu og eigum þar af leiðandi langt í land. Orkuðiðnaðurinn hafi vissulega litið til sjávarútvegsins. Rammaáætlun eigi að tryggja hugsun til langframa svipað og kvótakerfið og hugmyndir um sæstreng sé viðleitni til að koma orkunni á dýra markaði eins og tekist hafi í sjávarútvegi.“ 

Hörður segir mikilvægt að bæta nýtingu en flestar virkjanir nýti á bilinu 10-20% af því sem þær gætu nýtt. Hörður Arnarson:

„Við erum að nýta betur þau svæði sem okkur hefur verið falið, við erum að til dæmis að stækka Búrfellsvirkjun, nýta betur vatnið þar og fá minna vatn framhjá virkjuninni og erum að horfa á önnur svæði, við erum að nýta betur svæðið á Blöndu, Blöndusvæðið líka þar sem við erum að byggja virkjanir og fá áveituleið virkjunarinnar og við erum að horfa á það sama í jarðhitanum, að ná betri nýtingu út úr auðlindinni. Á sama hátt erum við að reyna að fá betra verð fyrir okkar vöru.“ 


Í erindinu fór Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, yfir þróunarsögu sjávarútvegsins síðustu áratugi, framleiðniaukningu, mikla vöruþróun og sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar.

Viðburðir