Öflug fjarskipti fyrir öflugan sjávarútveg

21. apríl 2015

 Síminn stefnir á að byggja upp og loka 4G langdræga hringnum í kringum landið á næstu átján mánuðum. 3G sjósambandið er nær óslitið um strandlengjuna og hefur breytt fjarskiptum sjómanna svo um munar. Með 4G verður netsambandið enn öflugra.

„Viðskiptavinir með sjósamband hjá Símanum sitja einir að 3G langdrægu kerfi fyrirtækisins,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

„Við hjá Símanum vitum að fjarskipti eru eitt lykilatriða þess að stunda hátækniveiðar og vinnslu. Með 4G verður netsambandið enn betra. Það gefur ekki aðeins tækifæri í rekstri útgerðarfélaga heldur getur bætt lífsgæði sjómanna frekar. Hásetar hafa til dæmis getað stundað fjarnám um borð í skipum vegna síbatnandi fjarskipta.“

4G sendir á Bolafjalli fyrir vestan er fyrstur á dagskrá. Síðan verður byggt jafnt og þétt upp þar til takmarkinu er náð.

Síminn hefur í vel rúmt ár byggt upp 4G kerfið sitt sem nær til 82,5% landsmanna. Nú síðast voru settir upp sendar í Þorlákshöfn og á Húsavík. Allir 4G sendar Símans ná nú 150 Mbps hraða, sem er ríflega þrefalt meiri hraði en sá mesti á 3G.

 

 


 Síminn stefnir á að byggja upp og loka 4G langdræga hringnum í kringum landið á næstu átján mánuðum. 3G sjósambandið er nær óslitið um strandlengjuna og hefur breytt fjarskiptum sjómanna svo um munar. Með 4G verður netsambandið enn öflugra.

Viðburðir