Nýr þurrkari hjá Loðnuvinnslunni hf á Fáskrúðsfirði

11. nóvember 2015

Spennandi tímar eru framundan hjá Loðnuvinnslunni hf á Fáskrúðsfirði. Fiskimjölsverkmiðjan tekur nú á móti nýjum þurrkara, sem mun auka afköst um 15-20% og þar með auka rekstraröryggi. Verksmiðjan hefur tekið á móti 97 þúsundum tonnum á árinu og þar vinna samtals 12 manns. Samtals eru fjórir þurrkarar í fiskmjölsverksmiðjunni, en verksmiðjan er öll keyrð á rafmagni.

Fjárfestingar eru  í fullum gangi í sjávarútveginum, bæði á landi og á sjó, enda var uppsöfnuð fjárfestingarþörf orðin mikil. Í fyrra var met ár í fjárfestingum en samtals var fjárfest fyrir 27 m.a. króna, en það kom fram í nýrri sjávarútvegsskýrslu Deloitte.

Loðnuvinnslan hf fékk í gær afhentan glænýjan þurrkara sem framleiddur var í Danmörku, en gömlum þurrkara er skipt út fyrir nýjan, sem kom til landsins fyrir 25 árum og þá notaður. Þurrkarinn var samtals 115 tonn og kostaði samtals 150 milljónir, en til að koma honum upp úr skipinu þurfti tvo krana með 200 tonna lyftigetu sem komu frá Hafnarfirði. Því er ljóst að mikið umstang er að taka á móti svo fyrirferðamiklu tæki. Flutningaskipið Fri Sta koma með þurrkarann frá Danmörku og fór það fulllestað til baka til Noregs, þar sem að það tók með sér fiskimjöl frá verksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. Það gekk vel að koma þurrkaranum úr skipinu og  búið var að koma honum inn í verksmiðjuna í gærkvöldi.


Nýr þurrkari mun auka afköst. Fiskmjölsverkmiðjan á Fáskrúðsfirði er knúin rafmagni en það sem af er ári hefur hún tekið á móti 97 þúsund tonnum af hráefni.

Viðburðir