Nýr alþjóðlegur íslenskur sjávarútvegsvefur

22. mars 2015

"Fyrsti alþjóðlegi íslenski sjávarútvegsvefurinn,  með daglegum fréttum af íslenskum sjávarútvegi, er kominn á veraldarvefinn." Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ólafi M. Jóhannessyni, sem jafnframt stýrir sjávarútvegsfréttasíðunni kvótinn.isNýi vefurinn hefur hlotið heitið IceFishNews. Í tilkynningunni segir að þar verði lögð áhersla á að segja fréttir af íslenskum sjávarútvegi í víðasta skilningi ekki síst með áherslu á veiðar og vinnslu og þá miklu tæknibyltingu sem íslensk nýsköpunarfyrirtæki standa fyrir í sjávarútvegi. Á föstudögum verða síðan alltaf girnilegar uppskriftir að sjávarréttum.

Vefurinn verður frír og verður fylgt eftir með reglulegu fréttabréfi sem fer til á níundahundrað fyrirtækja í sjávarútvegi um veröld víða. Hjörtur Gíslason, sem hefur áratuga reynslu af skrifum um sjávarútveg, verður yfirritstjóri IceFishNews en útgefandi IceFishNews er Ólafur M. Jóhannesson. 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska tvímenningunum til hamingju með nýjan vef.

 

Viðburðir