Ekki farast úr karlmennsku

Mottumars er að bresta á
25. febrúar 2016

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hvetja sjávarútvegsfyrirtæki en á ný til að skreyta skip sín og starfsstöðvar með yfirvaraskeggi í tilefni Mottumars, árlegs árveknisátaks Krabbameinsfélagsins. Við hvetjum líka alla til að taka þátt í Mottukeppninni sem haldin er í sjöunda og síðasta sinn í ár. Málstaðurinn er góður og vinningarnir flottir og eigulegir að vanda. 

Um borð í Helgu Maríu


Jens Garðar Helgason, formaður SFS, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhjúpa fallegt skegg á skipinu Helgu Maríu í fyrra. 

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hvetja sjávarútvegsfyrirtæki en á ný til að skreyta skip sín og starfsstöðvar með yfirvaraskeggi í tilefni Mottumars, árlegs árveknisátaks Krabbameinsfélagsins. Við hvetjum líka alla til að taka þátt í Mottukeppninni sem haldin er í sjöunda og síðasta sinn í ár. Málstaðurinn er góður og vinningarnir flottir og eigulegir að vanda. Ræktið karlmennskuna og látið mottuna blómstra!

Í ár mun Mottumars snúa sérstaklega að vitundarvakningu hjá körlum 50 ára og eldri varðandi einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli en það er algengasta krabbamein meðal karla. Rannsóknir sýna að karlmennskan getur verið dýrkeypt því karlar leita yfirleitt seinna til læknis en konur. Skilaboð kynningarefnis eru því: „Ert þú að farast úr karlmennsku? Ekki harka allt af þér. Lærðu að þekkja einkennin. Það er ekkert mál.“

Skipstjórar munu fá sent fræðsluefni í formi stuttra myndbanda og bæklinga frá Krabbameinsfélaginu. Við óskum eftir því að skipstjórar hói saman áhöfninni og spili fræðsluefnið, dreifi bæklingum og hvetji til umræðu innan hópsins. Það getur bjargað mannslífum.

Við hvetjum því sjávarútvegsfyrirtæki og aðra sem vilja sýna málefninu stuðning með því að safna yfirvaraskeggi, setja mottu á skip sín og starfsstöðvar. Hægt er að nota meðfylgjandi mót til skreytinganna en ekki er verra að leyfa hæfileikamönnum í fyrirtækjunum að láta ljós sitt skína og leyfa hugarfluginu að ráða útliti mottunnar. 

Vitanlega er algjör skylda að birta myndir af skreytingunum á samfélagsmiðlum merktum #mottumars #sfs

Smelltu hér til að finna mót fyrir svokallaða skipamottu. 

Viðburðir