Merki SFS verðlaunað af Félagi íslenskra teiknara

13. mars 2015

Félag íslenskra teiknara valdi í vikunni merki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem best hannaða íslenska merkið árið 2014. Í umsögn dómnefndar segir: „Sterkt og stílhreint merki sem tekst vel upp við að vera lýsandi fyrir starfsemi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Merkið virkar einfalt í fyrstu en þegar betur er að gáð má sjá hvernig skálínurnar vísa bæði í skammstöfunina SFS og öldurót hafsins.“
Hönnuður merkisins er Geir Ólafsson, hjá Jónsson og Le‘macks og senda Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi honum bestu þakkir fyrir störf sín. Þá má nefna að útlit Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er einnig tilnefnt til verðlauna hjá Ímark, félagi markaðsfólks.

Besta firmamerkið


Í umsögn dómnefndar segir: „Sterkt og stílhreint merki sem tekst vel upp við að vera lýsandi fyrir starfsemi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Merkið virkar einfalt í fyrstu en þegar betur er að gáð má sjá hvernig skálínurnar vísa bæði í skammstöfunina SFS og öldurót hafsins.“

Viðburðir