Láttu þig ekki vanta á Menntadag atvinnulífsins

18. febrúar 2015


12.30

Menntastofur samtaka í atvinnulífinu.

SI, SFF, SVÞ, SAF, og SFS  kynna og ræða áherslur samtakanna.

Við verðum með vinnustofuum sjávarútveginn og viljum fá að heyra þína rödd!

Við hvetjum þig því eindregið til að koma og taka þátt í vinnustofu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en þar verða ræddar þær áskoranir sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir í menntamálum. Vinnustofan á menntadegi atvinnulífsins mikilvægur áfangi í þeim efnum. Þar viljum við byrja að ræða þarfir sjávarútvegsins í menntamálum í dag jafnt sem til framtíðar litið. Því skiptir miklu máli að sem flestir fulltrúar greinarinnar sjái sér fært að mæta og taka þátt í umræðum. Nánar má lesa sér til um vinnustofurnar hér.

 

Allir eru velkomnir á menntadaginn og er ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

SKRÁNING: 

 

Dagskrá menntadags atvinnulífsins 19. febrúar 2015

14.00 

Ávinningur menntunar.

Björgólfur Jóhannsson, formaður SA

14.10

Breytt starfsnám Dana.

Henning Gade, forstöðumaður hjá DA, samtökum atvinnulífsins í Danmörku.

Danir hafa sett menntamál á oddinn en engu að síður standa þeir frammi fyrir fjölmörgum áskorunum ekki síður en Íslendingar. Megin verkefni Dana er að fá fleira ungt fólk til að ljúka starfsmenntun en útlit er fyrir að mikill skortur verði á starfsfólki með starfsmenntun í náinni framtíð ef ekkert verður að gert. Í dag falla of margir danskir nemendur úr námi í starfsmenntadeildum þar sem þeir annað hvort ráða ekki við námið eða námið er ekki nægilega spennandi til að þeir sjái sér hag í því að klára það. Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi er vel þekkt vandamál og áhugavert að heyra hvaða umbætur Gade leggur til svo vinna megi gegn því. Nánar má lesa sér til um Gade hér. 

14:45 

Kaffi og með því.

Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á menntatorgi.

 

15.15

Deiglan í menntakerfinu og breytingar á starfsnámi

Hvað segja fyrirtækin – hvernig líst þeim á – hvað vantar?

  • Sigurður Steinn Einarsson – starfsmaður Síldarvinnslunnar
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir – framkvæmdastjóri Icelandair hótela.
  • Þórður Theodórsson – framkvæmdastjóri framleiðslu Marel       

15.45

Viðhorf fyrirtækja til starfsmenntunar

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra

 

16.00                               

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015

Á þriðja tug tilnefninga bárust og er dómnefnd nú önnum kafin við að vinna úr þeim. Tilnefnd fyrirtæki eru bæði stór og smá og starfa í fjölbreyttum greinum. Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum, annars vegar er menntafyrirtæki ársins verðlaunað og hins vegar menntasproti ársins. Nánar má lesa um tilnefningar hér. 

 

Illugi Gunnarsson,  mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

 

Ráðstefnustjóri er Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.

 

 

 

 

Viðburðir