Menntadagur atvinnulífsins

26. janúar 2016

Næstkomandi fimmtudag, þann 28. janúar frá kl. 8.30-10 verður boðið upp á dagskrá Menntadags atvinnulífins.
Dagskrá menntadagsins er ekki af verri endanum þetta árið og þá verða menntaverðlaun atvinnulífsins veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Menntadagurinn er haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og er vissara að skrá þátttöku tímanlega til að tryggja sér pláss.

undefined

DAGSKRÁ

8.30 Setning. Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður Samtaka atvinnulífsins.

Þúsundir nýrra starfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

Tækni og skólastarf. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor.

Tækifærin í skapandi greinum. Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi Star Wars: Battlefront hjá DICE.

Æi ég Googla það bara! Er framtíð fræðslu í okkar höndum? Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslu- og gæðastjóri Securitas.

Vinnumarkaður, færni og framtíðin. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir verðlaunin.

undefined

Menntastofa SFS að lokinni sameiginlegri dagskrá

Dagskrá:

10:30 Methúsalem - Tryggingarmiðstöðin - Áhættumat í fiskvinnslum
10:40 Nanna Bára - Fisktækniskólinn - Menntun í fiskvinnslu 
10:50 Leifur - Vinnueftirlitið - Vinnuvernd 

11:00 - 11:45 Vinnustofur þar sem öryggisfulltrúar, gestir og málstofustjórar fara yfir úrbætur og lausnir. 

Hægt er að skrá sig eingöngu á sameiginlegu dagskrána eða daginn í heild.

SFS hvetur sem flesta til að mæta 

Skráning fer fram hér 

Viðburðir