Meistaraverkefni í sjávarútvegi

14. mars 2016

Samstarfssamningur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og HR snýst um að efla rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi með það að markmiði að auka sjálfbærni, nýtingu afurða og atvinnusköpun í greininni. 

Styrkir til meistaraverkefna

Hægt er að sækja um styrki fyrir meistaraverkefnum sem hefjast á haustönn 2016 eða vorönn 2017. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2016. Samráðshópur SFS og HR mun fara yfir umsóknir og tilkynna um úthlutun eigi síðar en 20. apríl 2016.

Kynningarfundur um möguleg verkefni í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi verður haldinn í stofu V101 þriðjudaginn 15. mars kl. 15:00. Nemendur jafnt sem leiðbeinendur eru velkomnir á fundinn.

Samráðshópur SFS og HR: 

Tengiliður samráðshóps:

  • Birna Þórarinsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla (birnath@ru.is)

Kynningarfundir

Kynningarfundir verða haldnir 15.-16. mars. Umsóknir með öllum umbeðnum gögnum skal senda með tölvupósti á atvinnulif@ru.isUmsóknarfrestur er til 6. apríl 2016. Samráðshópar á vegum HR og samstarfsaðila fara yfir umsóknir og verður tilkynnt um niðurstöður úthlutana eigi síðar en 20. apríl 2016. 

Nánari upplýsingar veitir Birna Þórarinsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla (birnath@ru.is). 

Viðburðir